Fara í efni

Réttarhagi í landi Leirár - Tillaga að deiliskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi fyrir smábýlabyggð í Réttarhaga í landi Leirár.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir smábýlabyggð í Réttarhaga í landi Leirár í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Deiliskipulagið er innan landbúnaðarsvæðis í landi Leirár, skv. gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, einnig í auglýstri tillögu að nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Skipulagssvæðið er um 2,73 ha að stærð og er norðan við Leirársveitarveg. Innan skipulagssvæðisins eru skilgreindar tvær landbúnaðarlóðir, Réttarhagi 1 og 2 sem eru 1,0 og 1,1 ha að stærð og eru leigulóðir í landi Leirár, landeignanúmer 133774.

Í vestri afmarkast skipulagssvæðið af ánni Leirá, í austri af lóð húsnæðis fyrrum Heiðarskóla, Skólastíg 3, í suðri og norðri af landbúnaðarlandi. Aðkoma að lóðunum verður um nýjan ca. 300 m langan veg, sem nefnist Réttarhagi og tengist Skólastíg.

Deiliskipulag - Smábýlabyggð í Réttarhaga í landi Leirár

 Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 11. júlí 2022 til og með 22. ágúst 2022.

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is.

Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. ágúst 2022.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.

Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi