Fara í efni

Melahverfi – Breyting á Aðalskipulagi

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 28.febrúar 2024 að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

Gerðar eru óverulegar breytingar á aðalskipulagi Hvaljarðarsveitar 2020-2032 er varðar þéttbýlisuppdrátt - Melahverfi ÍB10. Breytingin snýr að fjölgun íbúða á svæðinu ÍB10 þar sem byggingarheimildir svæðisins eru rýmkaðar og íbúðafjöldi aukinn. Í breytingunni felst að heimilað verður að hafa hús með kjallara þar sem landslag og landhalli leyfir. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu breytist úr 48 í 68.

Breytingin er óveruleg og hefur óverulegar breytingar á landnotkun í för með sér og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði sbr. gátlisti fyrir mat á því hvort breytingin sé óveruleg fylgir með skipulagstillögunni.

Melahverfi- Aðalskipulagsbreyting

Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar