Fara í efni

Kross L198194 og Krosslands eystra L205470 - Skipulagslýsing

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 24. september 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Kross L198194 og Krosslands eystra L205470.

Breytingin nær til svæðis sem skilgreint er sem samfélagsþjónusta (S8) og verður íbúðarbyggð (ÍB5). 

Kynningartími tillögunnar er frá 2. – 12. október 2025 hér, mál nr. 1362/2025 í Skipulagsgátt. 

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt.

Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Umhverfis- og skipulagsdeild