Katanesvegur 30 og 32 - breyting á deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Grundartanga Austursvæði
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 9. júlí 2025 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Grundartanga Austursvæði til samræmis við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Í uppfærðri deiliskipulagstillögu (dags. 25. júní 2025) hefur verið tekið tillit til athugasemda og niðurstöðu umhverfismatsskýrslu. Byggingarreitir verið aðlagaðir að frumhönnun mannvirkja sem fyrirhugaðar eru og byggingarreitur fyrir 60 m háan stromp minnkaður. Eftirfarandi köflum er bætt við greinargerð til frekari skýringa: Kafli 1.2 um samræmi við gildandi aðalskipulag, kafli 1.3 um fyrirliggjandi umhverfismat, kafli 3.1 um fornminjar og úrval minjastaða merkt á uppdrætti, umhverfismat áætlunar uppfært m.t.t. fyrirliggjandi umhverfismats framkvæmda og núverandi vegslóði og bygging á framkvæmdasvæði sýnd til skýringar.
Kynningartími tillögunnar er frá 16. júlí til 27. ágúst 2025 í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is).
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Jökull Helgason
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar