Hafnarland Ölver L238859 - Skipulagslýsing
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 22. október s.l. skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á lóðinni Hafnarland Ölver L238859.
Í breytingunni felst afmörkun nýs landnotkunarreits fyrir verslun og þjónustu VÞ21 Höfn. Innan VÞ21 Höfn verður leyfilegt að vera með veitinga- og gistiþjónustu fyrir allt að 30 manns, auk fastrar búsetu. Í gildandi aðalskipulagi er landið skilgreint sem landbúnaðarland í flokki L2- annað landbúnaðarland. Skipulagssvæðið er 5 ha að stærð.
Kynningartími lýsingarinnar er frá 21. - 30. nóvember 2025 hér í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Umhverfis- og skipulagsdeild