Galtarlækur L133627 - Kynning vinnslutillögu
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 24. september 2025 að auglýsa skipulagstillögu á vinnslustigi á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir jörðina Galtarlæk (L133627).
Breytingin felur í sér að athafnasvæði AT15 stækkar og umfang starfseminnar eykst. Nýtt hafnarsvæði verður skilgreint neðan athafnasvæðisins. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarland í gildandi skipulagi. Áætlað er að ný höfn muni þjónusta flutningaskip og skemmtiferðaskip, með viðlegukanti sem nýtist til fjölbreyttrar hafnsækinnar starfsemi. Athafnasvæðið mun hýsa hreinlega og vistvæna starfsemi, svo sem vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og þjónustustarfsemi tengda hafnarrekstri.
Kynningartími tillögunnar er frá 2. – 23. október 2025 hér, mál nr. 63/2025 í Skipulagsgátt.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Umhverfis- og skipulagsdeild