Fara í efni

Brekka - breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. október 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Brekku í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin tekur til stækkunar á íbúðarlóð úr 6.285 m2 í 49.135 m2, vestan aðkomuvegar að frístundabyggð á Brekku, færslu á byggingarreit íbúðarlóðar, nýs byggingarreits fyrir ferðaþjónustuhús og breytinga á byggingarskilmálum. Auk þess er vegtenging við aðkomuveg færð og fjölgað úr einni í tvær og gert ráð fyrir vegi að ferðaþjónustuhúsum. Afmörkun skipulagssvæðisins stækkar úr 34 ha í 38 ha.

Leyfilegt heildarbyggingarmagn innan íbúðalóðar verður eftir breytingu 760 m2 en var áður 314 m2. Byggingarreitur fyrir íbúðarhús færist í norðaustur og breytingar eru gerðar á byggingarskilmálum.

Byggingarreitur fyrir 6 ferðaþjónustuhús til útleigu bætist við ásamt byggingarskilmálum, samanlögð stærð þeirra ásamt fylgihúsum verður að hámarki 330 m2 og rúma að hámarki 15 gesti í gistingu.

Brekka - deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 3. janúar 2024 til og með 14. febrúar 2024.

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.

Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 14. febrúar 2024.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum til og með 14. febrúar 2024, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.

Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi