Fara í efni

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hafnarfjall 2 í Hvalfjarðarsveit

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 369. fundi sínum þann 8. febrúar 2023 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Hafnarfjalls 2 í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lóðin sem skipulagssvæðið takmarkast við er 9,54 ha að stærð en helstu breytingar með deiliskipulagstillögunni felast m.a. í að nýr byggingarreitur bætist við á lóðinni þar sem heimilt verður að byggja allt að 6 ný smáhýsi (gistihús).

Hafnarfjall 2-deiliskipulagsbreyting 

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 5. apríl 2023 til og með 17. maí 2023.

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.hvalfjardarsveit.is.

Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. maí 2023.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.

Jökull Helgason
Skipulagsfulltrúi