Fara í efni

Fjárhagsaðstoð

Hverjum manni er skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára. Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar veitir fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar, samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit. Fjárhagsaðstoð er veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði félagsþjónustu.

Hvalfjarðarsveit hefur tekið í notkun (febrúar 2023) stafræna fjárhagsaðstoð í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Markmiðið með breytingunum er að einfalda og bæta þjónustu við notendur, fækka skrefum og um leið tryggja öryggi og stöðugleika við umsýslu umsókna. 

 Umsókn um fjárhagsaðstoð

Reglur Hvalfjarðarsveitar um fjárhagsaðstoð

Lög um félagslega þjónustu sveitarfélaga

Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri bæði í tölvupósti og í síma 433 8500.