Fara í efni

Heimahjúkrun

Heimahjúkrun er heimahjúkrunarþjónusta á vegum heilsugæslustöðva sem einkum er sinnt af hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum fyrir þá einstaklinga sem hennar þarfnast sbr. 12. gr. reglugerðar um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007.

Markmiðið með heimahjúkrun er að gera einstaklingum kleift að búa sem lengst á eigin heimili þrátt fyrir veikindi, heilsubrest og skerta færni. Heimahjúkrun er fagleg hjúkrunarþjónusta fyrir einstaklinga á öllum aldri sem búa í heimahúsum og eru í þörf fyrir einstaklingshæfða og markvissa hjúkrun til að geta lifað sem eðlilegustu lífi.  Þjónustan miðar að því að styrkja og viðhalda andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklingsins og draga úr einangrun og einkennum sjúkdóma.

Þjónustan er tímabundin og veitt á meðan þörf er á faglegri hjúkrunarþjónustu.

Heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta starfa náið saman, samhæfa og skipuleggja þjónustuna með velferð og þarfir þjónustuþeganna að leiðarljósi. 

Heimahjúkrun á HVE