Fara í efni

Aðalskipulag

Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir.

Skipulagsáætlanir skiptast í svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag og skulu þær vera í innbyrðis samræmi. Í skipulagsáætlun er gerð grein fyrir stefnu sveitarstjórnar og ákvörðunum um framtíðarnotkun lands, s.s. fyrirkomulagi byggðar, samgöngum og verndun menningar- og náttúruminja. Lýsa skal forsendum ákvarðana í skipulagi og gera grein fyrir áhrifum þeirra á umhverfið, náttúruauðlindir  og samfélag, m.a. með samanburði valkosta sem koma til greina.

Við gerð nýrra skipulagsáætlana eða breytinga á skipulagsáætlunum skulu sveitarstjórnir taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu.

Umhverfis- og auðlindaráðherra leggur fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 12 ára. Í landsskipulagsstefnu eru samþættar áætlanir opinberra aðila um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra málaflokka sem varða landnotkun. Landsskipulagsstefnan er útfærð með tilliti til skipulags landnotkunar með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. 

Við mótun stefnu í skipulagi skal leitað eftir tillögum og sjónarmiðum íbúa. Skipulagsáætlun er sett fram í greinargerð og á uppdrætti.

Í hverju sveitarfélagi skal starfa skipulagsnefnd og skipulagsfulltrúi. Sveitarfélög geta haft samvinnu við nágrannasveitarfélög um kosningu skipulagsnefndar og ráðningu skipulagsfulltrúa. Með nefndunum skal starfa skipulagsfulltrúi. Sveitarstjórn getur falið byggingarfulltrúa að annast einnig skipulagsmál og nefnist hann þá skipulags- og byggingarfulltrúi.  Kveðið er á um skipulagsnefndir í 6. gr. skipulagslaga og um skipulagsfulltrúa í 7. gr.sömu laga.

Skipulagslög nr. 123/2010

Skipulagsreglugerð nr. 90/2013

Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021

Aðalskipulag 2020 - 2032 - Greinargerð

Forsendur og umhverfisskýrsla

Sveitarfélagsuppdráttur

Þéttbýlisuppdráttur - Melahverfi - Krossland

Skýringaruppdráttur I - Flokkun landbúnaðarlands

Skýringaruppdráttur II - Landbúnaðarsvæði L1-L2-L3

Skýringaruppdráttur III - Flokkun vega í náttúru Íslands

Skýringaruppdráttur IV - Fornminjar skv. aðalskráningu fornminja

Skýringaruppdráttur V - Mat á ofanflóðasvæðum

Skýringaruppdráttur VI - Verndarsvæði

Skýringaruppdráttur VII - Takmarkanir v. Vindorkuvera

Skýringaruppdráttur VIII - Fjarlægð íbúðarhúsa frá þjóðvegum