Fara í efni

Gröf II - deiliskipulag

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2023 að auglýsa deiliskipulag fyrir Gröf II í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að byggja aðalhús/starfsmannahús og 6 smáhýsi vegna fyrirhugaðrar gististarfsemi á landinu Gröf II, landeignanúmer 207694.

Allt land Grafar II er um 115 hektarar að stærð, ofan og neðan þjóðvegar og er það svæðið neðan þjóðvegar sem skipulagssvæðið nær til. Ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.

Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland L2 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og skv. ákvæðum þess má reisa útleiguhús án breytingar á aðalskipulagi.

Í almennum skilmálum fyrir landbúnaðarland segir í aðalskipulaginu: Þar sem er föst búseta, er heimilt að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengdri landbúnaði, m.a. með gistingu fyrir allt að 15 gesti. Tryggja skal aðkomu og að næg bílastæði séu innan lóðar til að anna starfseminni. Byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi geta verið allt að 1.200 m².

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 6. mars 2024 til og með 17. apríl 2024.

Gröf II - deiliskipulag

Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is

Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.

Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 17. apríl 2024.

Skila skal inn skriflegum athugasemdum, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.

Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar