Fara í efni

Sveitarstjórn

292. fundur 10. september 2019 kl. 15:00 - 15:47 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
  • Helgi Magnússon 1. varamaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir 1. varamaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Guðjón Jónasson vararitari
Dagskrá
Aðalmenn

1.Sveitarstjórn - 291

1908005F

Fundargerð framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 11

1908009F

Fundagerð framlögð.
HH fór yfir efni fundargerðarinnar.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 11 Nefndin fór yfir reglur Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning.

    Krónu- og prósentutölur bóta og stuðnings voru hækkaðar í samræmi við önnur sveitarfélög.

    Nefndin vísar breyttum reglum Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breyttar reglur Hvalfjarðarsveitar um sérstakan húsnæðisstuðning".
    Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 104

1908008F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir efni fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 104 Endurskoðun aðalskiplags hefur verið auglýst í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög umhverfismat áætlana nr. 105-2006.
    Skipulagslýsingin var auglýst frá 15. júlí til 30. ágúst og bárust minniháttar athugasemdir og ábendingar á auglýstum tíma.
    Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að fylgja eftir ábendingum frá Minjastofnun um samræmingu fornleifaskráninga gömlu hreppanna og bæjar- og húsakönnun sbr. lög um menningaminjar nr. 80/2012.
    USN nefnd tekur athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila til greina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að taka athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila til greina og samþykkir skipulagslýsinguna sbr. skipulagslög nr 123/2010."
    Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 104 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030-Sjómannaskólareitur (Þ32) og Veðurstofuhæðar (Þ35). Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030- Sjómannaskólareitur(Þ32) og Veðurstofuhæðar (Þ35)."
    Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • 3.6 1908040 Krossland-skipulag
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 104 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa í samráði við landeiganda að vinna að breytingum og endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Krossland 1. áfangi sem samþykkt var 03.08.2005 í samræmi við 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa í samráði við landeiganda að vinna að breytingum og endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Krossland 1. Áfangi sem samþykktur var 03.08.2005 í samræmi við 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 "
    Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 24

1909001F

Fundargerð framlögð.
GJ fór yfir efni fundargerðarinnar.
Til máls tóku DO og GJ.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 24 Umsjónarmaður fasteigna upplýsti nefndarmenn um stöðu verks. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við landeigendur Hávarsstaða og Neðra-Skarðs um virkjun kaldavatnsveitu fyrir Heiðarskólasvæðið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að undirbúa gerð samnings við landeigendur Hávarðsstaða og Neðra-Skarðs um vatnstöku í þeirra landi. Jafnframt felur hún sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að gera samkomulag við landeigendur Leirár um lagnaleið um land Leirár."
    Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 24 Umsjónarmaður fasteigna upplýsti nefndarmenn um stöðu verks. Heildarkostnaður við endurnýjun á kerfinu er 9,4 milljónir. Áður samþykktur viðauki nr. 6 uppá 3 milljónir. Mannvirkja og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðauka upp á 6,4 milljónur er varðar endurnýjun á stýribúnaði sundlaugar og loftræstingu í Heiðarborg. Bókun fundar Tillaga oddvita:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2019 um er að ræða aukin útgjöld sem færast á deild 31060 og lykil 4620 sbr. framlagðan viðauka. Aukin útgjöld er tilkomin vegna endurnýjunar á stýribúnaði sundlaugar og loftræstingu í Heiðarborg. Auknum útgjöldum er mætt með lækkun á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ljósleiðari - Sala á gagnaveitu

1905037

Drög að samningi við Raftel ehf. vegna ráðgjafarvinnu við söluferli á ljósleiðara sveitarfélagsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að undirrita samning við Raftel ehf. um þjónustu og ráðgjöf og gerð útboðsgagna vegna undirbúnings á sölu gagnaveitu í eigu Hvalfjarðarsveitar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að auglýsa gagnaveitukerfið til sölu."
Til máls tók DO, BH og GJ.
Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2020.

1909016

Umsókn frá rekstraraðila sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2019 um áframhaldandi rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2020.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með hversu mikil aðsókn var að sundlauginni að Hlöðum í sumar, en ríflega 4 þús gestir heimsóttu laugina á þeim tíma sem hún var opin. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra og frístunda- og menningarfulltrúa að ganga til samninga við Aldísi Ýr Ólafsdóttur um umsjón og rekstur laugarinnar fyrir árið 2020."
Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Námshestar, Kúludalsá - Rekstrarleyfi

1909013

Umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi vegna rekstrarleyfisumsóknar Námshesta.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Haustþing SSV 2019.

1909012

Fundarboð á Haustþing SSV sem haldið verður 25. september nk. í Klifi í Ólafsvík.
Fundarboð framlagt, fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum eru Guðjón Jónasson og Ragna Ívarsdóttir. Til vara Björgvin Helgason og Atli Viðar Halldórsson.

9.Umsögn um reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

1909015

Drög að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.
Framlagt.

10.Afrit af bréfi til Umhverfisráðuneytis (Veiðistjóraembættis) og framkvæmdastjóra SSV.

1908041

Afrit af bréfi frá landeigendum á Ökrum 1,2,3, Tröðum og Laxárholti.
Erindið er lagt fram.

11.182. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1908035

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf.
Fundargerð lögð fram.

12.873. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1909010

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð framlögð.

13.100. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1909011

Fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:47.

Efni síðunnar