Fara í efni

Sveitarstjórn

177. fundur 08. júlí 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti, setti fundinn og bauð fólk velkomið til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.Sveitarstjórn - 176

1406003F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 41

1406005F

AH fór yfir fundargerðina. 2. liður kynning á drögum að umhverfisáætlun kerfisáætlunar. AH fór yfir þrjú megin atriði sem nefndin benti á í samvinnu við lögmann. Þessi þrjú atriði eru loftlínu á láglendi, fyrning eldri lína og frágangur og að ekki sé fjallað með skýrari hætti aðrar leiðir en loftlínur. AH fór yfir aðalskipulagsbreytingu á stefnumörkun iðnaðarsvæðis.
Varðandi 6. lið. AH fór yfir að teknir yrðu saman minnispunktar frá kynningarfundi. Varðandi 12 lið. Lagt er til við sveitarstjórn að samþykkja erindið en AH bendir á að Örnefnanefnd ber að fá slíkt til umsagnar.
  • 2.2 1405027 Kynning á drögum að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 41 Umsögn lögð fram og kynnt. USN nefnd gerir ekki athugasemdir við umsögn. Bókun fundar Umsögn Hvalfjarðarsveitar lögð fram.
  • 2.4 1403029 Aðalskipulagsbreyting á stefnumörkun iðnaðarsvæða.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 41 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að umræddar ábendingar verði afgreiddar sem athugasemdir við breytingu aðalskipulags stefnumörkunar eftir að auglýsingartíma tillögu lýkur sbr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.6 1401020 Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð á Litlasandi
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 41 USN nefnd leggur til að lýsing verði kynnt almenningi með opnu húsi og leitað umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Minjavarðar Vesturlands, Landsnets, Vegagerðar og Mannvirkjastofnunar. Haft skal samráð við landeigendur aðliggjandi lands sbr. gr. 5.2.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.7 1406035 Breyting deiliskipulags Eyrarskógar í landi Eyrar
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 41 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting deiliskipulags Eyrarskógar verði auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.9 1403025 Selá - Litla Botnsland 186295 - Viðbygging
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 41 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja veitingu byggingarleyfis fyrir 15 m2 viðbyggingu á frístundahúsi í landi Litla-Botns. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.10 1406011 Kúludalsá 4b - Lambalækur - Nafnabreyting
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 41 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila nafnabreytingu lóðar.

    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytinguna fyrir sitt leyti en bendir umsækjanda á að senda erindið til Örnefnanefndar sem veitir leyfið samanber 5. gr. laga nr. 35/1953.
    Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

3.109. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1407008

Viðhorfskönnun foreldra, áður send sveitarstjórn og liggur frammi.
Fundargerðin framlögð.

4.42. fundur fjölskyldunefnda.

1407013

Fundargerðin verður send rafrænt.
Fundargerðin framlögð.

5.Beiðni um aðkomu Hvalfjarðarsveit við að tryggja aðgang að vatni í Herdísarholti og nágrenni.

1407007

Erindi frá Draupnir lögmannsþjónustu, dagsett 30. júní 2014.
Oddviti fór yfir erindið. Tillaga frá oddvita að Stefáni Ármannssyni og oddvita verði falið að ræða við hlutaðeigandi varðandi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

6.Lóð heimavistar Fjölbrautaskóla Vesturlands, Vogabraut 4 á Akranesi.

1404002

Boð á fund 11. ágúst um lóð
Oddviti fór yfir erindið. Tillaga er um að oddviti sæki fund FVA. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

7.Kosningar skv. VI kafla 40.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar nr 554 frá 29. maí 2013

1406006

Stjórn Snorrastofu, aðalmaður og varamaður, var frestað á 175. fundi.
Oddviti fór yfir erindið. Tillaga er um að Brynja Þorbjörnsdóttir verði fulltrúi sveitarfélaganna í stjórn Snorrastofu. Tillagan samþykkt 7-0.

8.Sumarfrí sveitarstjórnar og lokun skrifstofu.

1406023

Erindi frá oddvita.
Tillaga oddvita er að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá 22. júlí til og með 12. ágúst. Þar með falli fundir sveitarstjórnar niður þann 22. júlí og 12. ágúst. Ef þörf krefur verður boðað til aukafundar. Einnig er lagt til að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá 28. júlí til og með 8. ágúst. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

9.Rekstraryfirlit janúar - maí 2014.

1407001

Erindi frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Fjármálastjóri fór yfir rekstraryfirlitið. Áætlun fyrir fyrstu fimm mánuði ársins gerði ráð fyrir jákvæðum rekstrarafgangi upp á 2,9 millj kr. Raunstaðan er neikvæður rekstrarafgangur upp á 9,5 millj kr. Meðfylgjandi rekstraryfirlitinu er greinargerð frá skólastjóra varðandi fjárhagsstöðu fræðslumála. SÁ tók til máls og spurði um félagsmáladeildina og einnig um stöðuna og hvort skoða þurfi sérstaka liði nánar. AH tók til máls og spurðist fyrir um greinargerð skólastjóra og hvort einhverjir sérstakir liðir væru sem sveitarstjórn þyrfti að skoða betur. SÁ tók til máls og spurði um stöðuna á fjármunum í ljósleiðaraverkefninu. Fjármálastjóri svaraði fram komnum fyrirspurnum.
Erindið framlagt.

10.Viðaukar við fjárhagsáætlanir.

1407003

Frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 18. júní 2014.
Erindið framlagt.

11.Arðgreiðsla fyrir rekstrarárið 2013.

1407004

Frá Eignarhaldsfélaginu Speli, dagsett 20. júní 2014.
Erindið framlagt.

12.Varðandi ráðningu í starf framkvæmdastjóra Höfða.

1309031

Bréf frá Hvalfjarðarsveit sent til umboðsmann Alþingis, dagsett 25. júní 2014.
Erindið framlagt.

13.Fjallskilasamþykkt - samþykkt drög.

1404027

Tillaga að nýrri fjallskilasamþykkt samþykkt frá Skorradalshreppi.
Erindið framlagt.

14.Aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

1406008

Aðalfundargerð Vatnsveitufélagsins.
Fundargerðin framlögð.

15.31.-35. stjórnarfundir Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

1407002

Sveitarstjórn beinir því til stjórnar Vatnsveitufélagsins að fundargerðir berist jafnóðum til sveitarfélagsins.
Fundargerðir framlagðar.

16.122. fundur Faxaflóahafna.

1407009

Ársskýrsla 2013, liggur frammi.
Fundargerðin framlögð.

17.817. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1407012

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar