Fara í efni

Sveitarstjórn

166. fundur 25. febrúar 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
  • Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sat fundinn sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 165

1402002F

Fundargerðin framlögð

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 34

1402004F

SAF fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Fór yfir lið eitt; viðurkenningu til umhverfisnefndar Heiðarskóla, fyrirhugað er að funda með nemendum í umhverfisnefnd Skýjaborgar. Fundargerðin framlögð
  • 2.2 1401033 Boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 34 USN nefnd leggur til að AH verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar og SAF til vara. Bókun fundar Tillaga er um að AH verði fulltrúi og SAF varamaður. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.3 1402020 Aðalvík - Stofnun lóðar - Aðalvík 1
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 34 UNS nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Aðalvíkur 1 að því gefnu að neysluvatn og aðkoma sé tryggð. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.4 1402002 Ferstikla 1 - Stofnun lóðar - Ferstikla 3
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 34 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar Ferstiklu 3 úr landi Ferstiklu að því gefnu að neysluvatn og aðkoma sé tryggð. Bókun fundar SAF benti á að umsækjendur þurfi að fá samþykki ráðherra varðandi landskipti áður en þetta gengur í gegn. Umsögn sveitarstjórnar á að fylgja áður og rétt að byggingarfulltrúi áriti ekki fyrr en sveitarstjórn hefur afgreitt umsögn um landskipti. Lagt er til að fresta afgreiðslu þar til umsögn hefur borist. Tillaga um að fresta afgreiðslu og vísa málinu aftur til USN nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.5 1402021 Hlíð - Smáhýsi mhl.XX
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 34 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
  • 2.6 1402025 Leynir - umsókn um byggingarleyfi
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 34 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á umræddu svæði. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

3.1. og 2. fundur stýrihóps um leikskólamál.

1402028

SAF ræddi nafnið á stýrihópnum. SSJ mun skoða nánar á næsta fundi. Fundargerðirnar framlagðar.

4.Reiðvegur við Miðgarðstjörn.

1402010

Frestað af síðasta fundi. Tillaga frá byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
SSJ fór yfir erindið og lagði til að veita 1,4 miljónum til framkvæmdarinnar á árinu 2014 sem er á fjárhagsáætlun ársins og lagði til að vísa síðari hluta erindisins til næstu fjárlagagerðar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

5.Beiðni um rotþró.

1402035

Erindi frá stjórn Skógræktarfélags Skilmannahrepps, dagsett 8. febrúar 2014.
SSJ ræddi erindið og benti á kostnað við kaup á rotþróm. Lagði fram tillögu um að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að kanna erindið nánar og koma með tillögur á næsta fund sveitarstjórnar. Benti á að húsið er í eigu sveitarfélagsins. SAF tók undir fram komna tillögu og erindið. SÁ spurðist fyrir varðandi eignarhald á húsi skógræktarfélagsins. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH lýsti yfir stuðningi við fram komna tillögu. AH ræddi erindið og styrki til skógræktarfélagsins og uppbyggingu á svæðinu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

6.Beiðni um ljósleiðaratengingu.

1402037

Erindi frá Lögmönnum Sundagörðum, fyrir hönd Böðvars Jónssonar, Grafardal og Grétars Sveinssonar, Draghálsi, dagsett 7. febrúar 2014.
SSJ fór yfir erindið. SAF ræddi erindið. AH ræddi erindið og benti á afgreiðslu sveitarstjórnar frá seinasta fundi sjá mál; 1402017 er hefur áhrif á erindi bréfritara.
Erindið er framlagt.
AH spurðist fyrir varðandi verklagsreglur og tillögu varðandi ljósleiðaratengingar frá síðasta fundi. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.

7.Umsókn um styrk vegna námsferðar.

1402039

Erindi frá Söru Margréti Ólafsdóttur, dagsett 13. febrúar 2014.
SSJ ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til styrktarsjóðs Hvalfjarðarsveitar. AH ræddi erindið og lýsti yfir ánægju með að doktorsnemi í menntunarfræðum ungra barna komi úr Hvalfjarðarsveit. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum og ræddi afreksstyrki. SSJ fór yfir erindið. Tillaga um að vísa erindinu til styrktarsjóðsins. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Beiðni um leiðréttingu á heimilisfangi.

1402041

Erindi frá Jóni Péturssyni, Botnsskála, dagsett 10. febrúar 2014.
SSJ fór yfir erindið. Lagði til að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til nánari skoðunar. AH ræddi erindið. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi erindið. SSJ ræddi erindið. HV ræddi erindið. ÁH ræddi erindið og benti á að áður hafi sveitarstjórnir hreppanna veitt umsögn um hvaða jarðir/hús væru í eyði. Tillaga um að vísa erindinu til nánari skoðunar hjá byggingarfulltrúa. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

9.Uppsetning kjörskrár og skráning kjördeilda.

1402034

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. febrúar 2014. Þegar sent form. kjörnefndar.
Erindið framlagt

10.Breyting á reglugerð velferðarráðuneytisins um húsaleigubætur.

1402046

Frá innanríkisráðuneytinu (jöfnunarsjóði sveitarfélaga), dagsett 13. febrúar 2014. Þegar sent félagsmálastjóra og fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

11.Til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli (heildarlög, yfirstjórn og ábyrgða Alþingis), 217. mál.

1402042

Erindi frá Alþingi, dagsett 19. febrúar 2014. Þegar sent skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og form. USN nefndar.
Erindið framlagt

12.Verkfundagerðir vegna ljósleiðaraverkefnis, dags. 14. okt., 30. okt., og 18. desember 2013.

1402043

SÁ spurðist fyrir varðandi framkvæmdir. HV benti á að verktaki þurfi að ganga frá efni og fleira sem skilið er eftir. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum varðandi verkáætlun. Fundargerðirnar framlagðar.

13.103. fundur stjórnar SSV, 10. febrúar 2014.

1402033

Fundargerðin framlögð

14.37. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1402036

Fundargerðin framlögð

15.117. fundur Faxaflóahafna.

1402040

Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar