Fara í efni

Sveitarstjórn

274. fundur 23. október 2018 kl. 15:05 - 15:48 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Brynja Þorbjörnsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 273

1810001F

Fundargerðin framlögð.

2.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

1810015

Ósk um niðurfellingu á leigu af Miðgarði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við erindinu og fella niður húsaleigu af Miðgarði þann 2. desember nk. þegar sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju mun standa fyrir markaði til styrktar viðhaldssjóði Innra-Hólmskirkju."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, október 2018.

1810020

Styrkbeiðnir í Styrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar.
Alls bárust 8 umsóknir í styrktarsjóðinn.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að úthluta eftirtöldum fjárstyrkjum úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar:
Aflið-Samtök um kynferðis og heimilisofbeldi, kr. 25.000
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar v/ forvarna og fræðslu kr. 155.000
Hernámssetrið að Hlöðum, merking minnisvarða, kr. 100.000
Kór Saurbæjarsóknar, tónleikaferð erlendis, kr. 100.000
Minningarsjóður Einars Darra, forvarnarfræðsla í skólum, kr. 350.000
Skógarmenn KFUM Vatnaskógi, framkvæmdir við Birkiskála II kr. 50.000
Skógræktarfélag Akraness, stöðuleyfi o.fl. kr. 50.000."


Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fyrirspurn til sveitarstjórnar hvað varðar stjórnun Heiðarskóla.

1810022

Fyrirspurn vegna Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fjalla um erindið fyrir luktum dyrum og slökkva á hljóðupptöku á meðan."

Tillagan borin undir atkvæði og hún samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku allir fundarmenn.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar."

Tillagan borin undir atkvæði og hún samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023.

1810016

Samgönguáætlun 2019-2023.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að afgreiða dagskrárlið nr. 6 samhliða og fela sveitarstjóra að senda inn umsagnir fyrir hönd sveitarfélagsins."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku DO og GJ

6.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.

1810017

Samgönguáætlun 2019-2033.

7.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. maí.

1810019

Dagur nýrra kjósenda.
Lagt fram.

8.Yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga.

1810024

Lögmælt verkefni sveitarfélaga.
Lagt fram.

9.173. fundur Faxaflóahafna sf.

1810027

Fundargerð.
Þar sem fundargerð barst ekki með fundargögnum mun hún verða lögð fram á næsta fundi.

10.Stefna Þróunarfélags Grundartanga ehf - 2018-2023.

1810028

Stefna 2018-2023 og sviðsmyndagreining Grundartanga.
Erindið framlagt.

11.863. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1810012

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

12.864. fundur stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

1810021

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:48.

Efni síðunnar