Fara í efni

Sveitarstjórn

265. fundur 22. maí 2018 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Oddviti lagði til að 18. liður skv. fundarboði "Rekstraryfirlit janúar-mars 2018" verði tekinn fyrstur á dagskrá. Einnig að bréf frá styrktarsjóði EBÍ verði lagt fram til kynningar. Tillögur oddvita bornar undir atkvæði og voru þær samþykktar með 7 atkvæðum.

1.Sveitarstjórn - 263

1805001F

Fundargerð sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3 þann 8. maí.
Fundargerð framlögð.

2.Sveitarstjórn - 264

1805006F

Fundargerð aukafundar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, haldinn í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3 þann 15. maí
Fundargerð framlögð.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87

1805007F

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3,
16.5.2018 og hófst hann kl. 15:30
Fundargerð framlögð.
AH fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
Formaður nefndarinnar þakkar USN-nefnd, skipulags- og umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa fyrir samstarfið á kjörtímabilinu sem er að líða.
Sveitarstjórn tekur undir með formanni nefndarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarleyfi verði veitt.
    Bókun fundar Niðurstaða nefndar:
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingarleyfi verði veitt.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að byggingarleyfið verði veitt."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87 USN nefnd samþykkir að grenndarkynna fyrir lóðaleiguhöfum frístundasvæðisins og landeiganda. Bókun fundar Niðurstaða nefndar:
    USN nefnd samþykkir að grenndarkynna fyrir lóðaleiguhöfum frístundasvæðisins og landeiganda.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að umsókn um byggingarleyfi skuli grenndarkynnt fyrir lóðarleiguhöfum frístundasvæðisins og landeiganda sbr. ákvæði 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87 USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við umræður á fundinum.

    USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða skipulagsmál í Krosslandi með það að markmiði að endurskoða heildarásýnd svæðisins.
    Bókun fundar Niðurstaða nefndar:
    USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við umræður á fundinum. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða skipulagsmál í Krosslandi með það að markmiði að endurskoða heildarásýnd svæðisins.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða deiliskipulagsbreytingu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87 USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Niðurstaða nefndar:
    USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir erindið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87 USN nefnd telur að umrædd framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld.
    USN nefnd óskar eftir nánari upplýsingum um útreikning kolefnisjöfnunar sem vísað er til í fyrirspurn Faxaflóahafna.
    USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna fyrir viðeigandi aðilum vegna málsins.

    AH situr hjá við umræður og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Niðurstaða nefndar:
    USN nefnd telur að umrædd framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld.
    USN nefnd óskar eftir nánari upplýsingum um útreikning kolefnisjöfnunar sem vísað er til í fyrirspurn Faxaflóahafna.
    USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna fyrir viðeigandi aðilum vegna málsins.
    AH situr hjá við umræður og afgreiðslu málsins.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir afgreiðslu USN-nefndar á erindinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
    AH situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir. Bókun fundar Niðurstaða fundar:
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytinguna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87 USN nefnd hafnar erindinu á grundvelli gildandi deiliskipulags. Bókun fundar Niðurstaða fundar:
    USN nefnd hafnar erindinu á grundvelli gildandi deiliskipulags.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir afgreiðslu USN- nefndar um að hafna erindinu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87 USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá drögum að breyttum texta í aðalskipulagi vegna rekstrarleyfis í skipulögðum frístundahverfum í samræmi við umræður á fundinum og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn. Bókun fundar Niðurstaða fundar:
    USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að ganga frá drögum að breyttum texta í aðalskipulagi vegna rekstrarleyfis í skipulögðum frístundahverfum í samræmi við umræður á fundinum og vísar til afgreiðslu í sveitarstjórn.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa lýsinguna sbr. 1. málsgrein 36. gr. í skipulagslögum 123/2010 og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að kynna lýsinguna fyrir Skipulagsstofnun og landeigendum frístundasvæða í sveitarfélaginu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 87 USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir eigendum aðliggjandi lóða. Bókun fundar Niðurstaða fundar:
    USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir eigendum aðliggjandi lóða.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að umsókn um byggingarleyfi skuli grenndarkynnt fyrir eigendum aðliggjandi lóða sbr. ákvæði 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum."

4.Fjölskyldunefnd - 68

1805002F

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3,
15.5.2018 og hófst hann kl. 16:30.
Fundargerð framlögð.
Varaformaður nefndarinnar þakkar fjölskyldunefnd og félagsmála- og frístundafulltrúa fyrir samstarfið á kjörtímabilinu sem er að líða.
Sveitarstjórn tekur undir með varaformanni nefndarinnar.

5.Fræðslu- og skólanefnd - 146

1805004F

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3,
17.5.2018 og hófst hann kl. 16:15.
Fundargerð framlögð.
DO fór yfir helstu atriði í fundargerðarinnar.
Formaður nefndarinnar þakkar fræðslu- og skólanefnd, skólastjórnendum og félagsmála- og frístundafulltrúa fyrir samstarfið á kjörtímabilinu sem er að líða.
Sveitarstjórn tekur undir með formanni nefndarinnar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 146 Nefndin vil lýsa ánægju sinni yfir vel heppnað frístundastarf síðastliðinn vetur.
    Frístundafulltrúa er falið að gera breytingar á reglum og gjaldskrá fyrir frístund í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin leggur til við sveitastjórn að samþykkja breyttar reglur við frístund.
    Bókun fundar Niðurstaða fundar:
    Nefndin vill lýsa ánægju sinni með vel heppnað frístundastarf síðastliðinn vetur.
    Frístundafulltrúa er falið að gera breytingar á reglum og gjaldskrá fyrir frístund í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breyttar reglur við frístund.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir breyttar reglur fyrir frístund."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 146 Nefndin leggur til við sveitastjórn að samþykkja erindi leikskólastjóra um fjölgun starfsfólks með 5-6 ára barna úr 0,8 í 1 og 4-5 ára barna úr 1 í 1,1.
    Nefndin leggur til við sveitastjórn að samþykkja erindi leikskólastjóra um aukin undirbúningstíma leikskólakennara úr 4 í 5 og deildastjóra úr 5 í 7.
    Tillögurnar taki gildi frá og með 1. ágúst 2018
    Bókun fundar Niðurstaða fundar:
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi leikskólastjóra um fjölgun starfsfólks með 5-6 ára börn úr 0,8 í 1 og 4-5 ára börn úr 1 í 1,1.
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi leikskólastjóra um aukinn undirbúningstíma leikskólakennara úr 4 í 5 og deildarstjóra úr 5 í 7.
    Tillögurnar taki gildi frá og með 1. ágúst 2018.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar tillögur og að þær taki gildi frá og með 1. ágúst nk."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 146 Nefndin leggur til við sveitastjórn um að samþykkja erindi skólastjórnar um styttingu vinnuvikunnar sem tilraunaverkefni til eins árs í leikskólanum Skýjaborg.
    Megintilgangur verkefnisins er einkum að fjölga leikskólakennurum í Skýjaborg.
    Bókun fundar Niðurstaða fundar:
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi skólastjórnar um styttingu vinnuvikunnar sem tilraunaverkefni til eins árs í leikskólanum Skýjaborg.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs skólastjórnar dags. 11. maí 2018, að ráðist verði í tímabundið tilraunaverkefni til tveggja ára um styttingu vinnuvikunnar í leikskólanum Skýjaborg frá og með 1. september nk. Megin tilgangur verkefnisins er að fjölga leikskólakennurum og að bæta starfsaðstæður í Skýjaborg. Sveitarstjórn felur skólastjórn að halda utanum verkefnið, útbúa mælanleg matsviðmið fyrir tilraunaverkefnið og skila samantekinni niðurstöðu til fræðslu- og skólanefndar fyrir 1. júní 2020."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.5 1805029 Ungmennaráð
    Fræðslu- og skólanefnd - 146 Nefndin samþykkir framlagðar tillögur starfsreglur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Niðurstaða fundar:
    Nefndin samþykkir framlagðar tillögur um starfsreglur ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögur nefndarinnar um starfsreglur ungmennaráðs í Hvalfjarðarsveit. Jafnframt felur sveitarstjórn frístundafulltrúa að útbúa erindisbréf fyrir ungmennaráð í samræmi önnur erindisbréf nefnda sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fundir kjörstjórnar 5. og 6. maí 2018.

1805038

Fundargerð kjörstjórnar laugardaginn 5. maí 2018. Haldinn að Innrimel 3.
Fundargerð kjörstjórnar laugardaginn 6. maí 2018. Haldinn að Innrimel 3.
Fundargerðir framlagðar.

7.Fundur kjörstjórnar 17. maí 2018.

1805039

Fundargerð kjörstjórnar fimmtudaginn 17. maí 2018. Haldinn að Hagamel 11.
Fundargerð framlögð.

8.Lagfæring stíflu í Eiðsvatni.

1805033

Lagt er til að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykki viðbótarfjárheimild við fjárhagsáætlun ársins 2018 vegna viðhalds stíflu við Eiðisvatn samtals kr. 1.600.000-
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu ásamt viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2018. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leita eftir stuðningi frá Landgræðslu ríkisins við verkefnið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Tillaga frá sveitarstjóra og skrifstofustjóra um afskrift krafna.

1805034

Lagt er til að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykki afskrift útistandandi krafna, alls kr. 351.500- sbr. framlagt yfirlit.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2018.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslunni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum."

10.Umsagnarbeiðni - Brugghúsið Draugr-Kalastaðir.

1805035

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi, dagsett 16. maí 2018.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
BÞ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

11.Tillaga um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda.

1803036

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Fyrir liggur að ráðuneytið hefur staðfest breytingu sveitarstjórnar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013 og sent staðfestinguna til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Bréf ráðuneytisins lagt fram til kynningar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð erindisbréf eftirtalinna fastanefnda Hvalfjarðarsveitar sbr. breytingu á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar:
Menningar- og markaðsnefnd.
Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Fræðslunefnd.
Landbúnaðarnefnd.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Laun í vinnuskóla 2018.

1805037

Erindi frá félagsmála- og frístundafulltrúa. Tillaga um hækkun launa í vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu um laun í vinnuskóla sumarið 2018.
Laun í vinnuskóla 2018 skv. tillögunni skulu vera:
8. bekkur 617 kr.
9. bekkur 783 kr.
10. bekkur 978 kr.
Orlof er innifalið í launum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Tillaga frá sveitarstjóra og oddvita um kaup á vatnsveitu og vatnslögnum í Saurbæjarlandi.

1805043

Lagt er til að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykki framlögð drög að samningi við Fjarðarskel ehf. um kaup á vatnsveitu og vatnslögnum í Saurbæjarlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan kaupsamning á vatnsmannvirkjum í landi Saurbæjar í eigu Fjarðarskeljar ehf. Kaupverð er 3 milljónir kr.
Samþykktin er gerð með þeim fyrirvara að samkomulag náist við eigendur og umráðamenn Saurbæjar. Sveitarstjóra falið að undirrita kaupsamninginn og vinna málið áfram.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur staðfest að vatn frá umræddri veitu standist viðmið um gæði neysluvatns. Meginmarkmið með kaupum á vatnsveitu og lögnum er að bæta öryggi á afhendingu neysluvatns í nærsamfélaginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
HS vék af fundi við umræðu og afgreiðslu erindisins.

14.Tillaga frá sveitarstjóra og skrifstofustjóra um útgreiðslu orlofsinneignar v/áranna 2016 og 2017.

1805044

Lagt er til að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykki viðbótarfjárheimild við fjárhagsáætlun ársins 2018 vegna útgreiðslu orlofsinneignar v/ áranna 2016 og 2017. Viðauki við fjárhagsáætlun 2018.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillöguna ásamt framlögðum viðauka nr. 5, alls kr. 1.225.000-"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Rekstraraðili Sundlaugarinnar á Hlöðum.

1805045

Tillaga frá sveitarstjóra um viðræður um rekstraraðila sundlaugar að Hlöðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Steinþór Árnason um rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2018."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Tillaga frá sveitarstjóra um gerð nýrrar heimasíðu fyrir Hvalfjarðarsveit.

1805046

Lagt er til að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykki að ganga til samninga við Stefnu ehf. um gerð nýrrar heimasíðu fyrir Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra, aðalbókara, skólastjórnendum og ritara að vinna að verkefninu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.82. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1805042

Ásamt viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2018.
Fundargerð framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2018."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Rekstraryfirlit janúar - mars 2018.

1805036

Frá skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit framlagt.
Linda Björk Pálsdóttir, skrifstofustjóri fór yfir rekstraryfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins.

19.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2018.

1805040

Fundurinn verður haldinn 30. maí, klukkan 15:00 að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.
Aðalfundarboð lagt fram til kynningar.

20.Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf.

1805006

Ársreikningur 2017 og framkvæmdaáætlanir 2017, 2018 og 2019.
Fundargögn frá aðalfundi lögð fram til kynningar.

21.Styrktarsjóður EBÍ 2018.

1803016

Sveitarfélaginu var úthlutaður styrkur að upphæð kr. 295.000. vegna verkefnisins "Álfholtsskógur - opinn skógur".
Bréf styrktarsjóðs EBÍ lagt fram til kynningar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að veita verkefninu kr. 1.000.000- styrk á árinu 2018."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

22.168. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

1805041

Fundagerð framlögð.

23.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar