Fara í efni

Sveitarstjórn

255. fundur 09. janúar 2018 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
  • Björn Páll Fálki Valsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Daníel Ottesen fundarmaður
Dagskrá
Skúli Þórðarson sveitarstjóri og Arnheiður Hjörleifsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi boðuðu forföll.
Hljóðupptaka fellur niður vegna tæknivandamála.

1.Sveitarstjórn - 254

1712003F

Fundargerð framlögð.

2.43.Fundur Menningar- og atvinnuþróunarnefnd

1801010

BÞ fór yfir fundargerð.
Fundargerð framlögð.
BPFV bar upp fyrirspurn hvort sveitarstjórn hefði tekið ákvarðanir um byggingu nýs íþróttahús í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti tók fram að sú vinna væri framundan hjá sveitarstjórn.

3.Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2018.

1801006

Erindi frá skrifstofustjóra.
Tillaga skrifsstofustjóra um afslátt af fasteignasköttum til örorku- og ellilífeyrisþega í Hvalfjarðarsveit lögð fram.

"Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur.
Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður er vélrænn samanburður tekna samkvæmt fyrirliggjandi skattframtali.
Örorkulífeyrisþegar þurfa að leggja fram örorkuskírteini.

Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2018:
Tekjumörk einstaklinga og afsláttur:
0- 3.548.000 kr. 100% afsláttur
3.548.001 - 3.883.000 kr. 80% afsláttur
3.883.001 - 4.231.000 kr. 50% afsláttur
4.231.001 - 5.048.000 kr. 25% afsláttur

Tekjumörk hjóna/sambúðaraðila og afsláttur:
0 - 5.624.000 kr. 100% afsláttur
5.624.001 - 6.427.000 kr. 80% afsláttur
6.427.001 - 6.830.000 kr. 50% afsláttur
6.830.001 - 7.097.000 kr. 25% afsláttur

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

4.Samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð, ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2017.

1801007

Brú lífeyrissjóður.
Tillaga að afgreiðslu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga"

Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum.
BPFV situr hjá.

Samhliða er lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017:

"Sveitarstjórn samþykkir viðbótarfjárheimlild vegna breytinga og uppgjörssamkomulags um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar. Framlag sveitarfélagsins, sem skiptist í jafnvægissjóð, líffeyrisaukasjóð og varúðarsjóð, bókist á deild 21069 - Annar starfsmannakostnaður.
Samtals 26.679.878 kr.
Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé um kr. 26.679.898"

Viðauki nr. 6 samþykktur með 6 greiddum atkvæðum. BPFV situr hjá.

5.Fundargerð samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi 4. des. 2017.

1712017

Samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Vesturlandi. Einnig afgreiðsla bæjarráðs Akraness.
Fundargerð framlögð

Eftirfarandi bókun var lögð fram

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í hugmyndir lögreglustjóra um samhljóða lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi og jafnframt að almannavarnarnefndir verði sameinaðar á Vesturlandi".

Bókunin samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

6.Umsagnarbeiðni - Þorrablót í Fannahlíð.

1801009

Frá Sýslumanni Vesturlands.
Tillaga að afgreiðslu:

"Sveitarstjóra falið að veita umsögn í samráði við byggingar- og heilbrigðisfulltrúa".

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

7.Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi.

1801011

Frá Markaðsstofu Vesturlands og SSV.
Tillaga Svæðisráðs Áfangastaðaáætlunar DMP á Vesturlandi lögð fram um hvernig staðið verði að verkefninu.
Tillaga að afgreiðslu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu Svæðisráðs Áfangastaðaáætlunar, að umsagnar og samþykktarferli fyrir áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi eins og það er lagt upp í gögnum".

Tillagan samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

8.134. fundur stjórnar SSV, haldinn 6. desember 2017.

1801004

Fundargerð framlögð.

9.855. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1801005

Fundargerð framlögð.

10.163. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1801008

Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar