Fara í efni

Sveitarstjórn

240. fundur 25. apríl 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Björn Páll Fálki Valsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Hjördís Stefánsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 239

1704002F

Fundargerð framlögð.

2.Fjölskyldunefnd - 61

1704003F

Fundargerð framlögð.
ÁH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

3.Fræðslu- og skólanefnd - 137

1704001F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
BPFB tók til máls og bar fram fyrirspurn um stöðu viðhaldsframkvæmda á lóð Skýjaborgar sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.
BH, oddviti svaraði fyrirspurninni og greindi frá því að undirbúningur væri í gangi og gert væri ráð fyrir framkvæmdinni í sumar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 137 SLG kynnti skóladagatalið.
    Nefndin samþykkir framlagt skóladagatal Heiðarskóla fyrir skólaárið 2017-2018.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt skóladagatal Heiðarskóla 2017-2018."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.3 1704020 Starfsmannamál.
    Fræðslu- og skólanefnd - 137 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi skólastjórnenda. Nefndin vísar í minnisblað skólastjórnenda til rökstuðnings. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu fræðslu- og skólanefndar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar, apríl 2017.

1704001

Alls voru 8 umsóknir í styrktarsjóðinn.
BH og JS lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla og skyldleika og viku þau af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Varaoddviti tók við fundarstjórn.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að úthluta eftirtöldum fjárstyrk úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar:
9.-10. bekkur Heiðarskóla v/ utanlandsferðar kr. 250.000-
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar v/ vorhátíðar kr. 60.000-
Hestamannafélagið Dreyri v/ námskeiðs, Knapamerki I kr. 60.000-
Kór Saurbæjarprestakalls v/ tónlistarflutnings, tónleika og viðburða kr. 200.000-
Hestaleigan Draumhestar v/ uppbyggingarstarfs kr. 50.000-
Skógræktarfélag Skilmannahrepps v/ skógræktarverkefna kr. 130.000-
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
Að afgreiðslu lokinni tóku BH og JS aftur sæti á fundinum og BH tók við fundarstjórn.

5.Uppsögn á leigusamningi á Hlöðum.

1704002

Erindi frá Ísípísý ehf.
Erindi framlagt.
BPFV hvatti til þess að sveitarfélagið og forsvarsmenn safnsins ræði saman og freisti þess að ná fram góðri niðurstöðu svo áframhaldandi starfsemi safnsins í sveitarfélaginu verði tryggð.
BH, oddviti, upplýsti að til stæði að halda fund með forsvarsmönnum safnsins.

6.Beiðni um afnot af Fannahlíð án endurgjalds 25. maí nk.

1704024

Erindi frá kvenfélaginu Lilju.
AH vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu og óskaði hún eftir að fundurinn úrskurði um hæfi hennar.
Oddviti bar hæfi hennar undir fundinn og samþykkt var með 6 atkvæðum að hún teldist hæf til að takaþátt í umræðu og atkvæðagreiðslu um þennan dagskrárlið.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Kvenfélaginu Lilju frí afnot af Félagsheimilinu Fannahlíð þann 25. maí nk. v/ kaffisamsætis sem félagið heldur þann dag fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu og brottflutta"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ársreikningur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1704026

Frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilinu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan ársreikning Höfða 2016."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Umsóknir um stöðu skólastjóra - Skýjaborg.

1703038

Frestað á síðasta fundi.
JS tilkynnti um vanhæfi sitt og vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa og næsta dagskrárliðar.
DO tók til máls og fór hann yfir vinnu fulltrúa úr fræðsluráði, sveitarstjóra og ráðgjafa við mat á umsækjendum og tillögu þeirra um ráðningu í stöðu skólastjóra leikskólasviðs, Skýjaborg.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að ráða Eyrúnu Jónu Reynisdóttur í stöðu skólastjóra leikskólasviðs, Skýjaborgar, frá og með 1. ágúst 2017."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

9.Umsóknir um stöðu skólastjóra - Heiðarskóli.

1703037

Frestað á síðasta fundi.
DO tók til máls og fór hann yfir vinnu fulltrúa úr fræðsluráði, sveitarstjóra og ráðgjafa við mat á umsækjendum og tillögu þeirra um ráðningu í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs, Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að ráða Sigríði Láru Guðmundsdóttur í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs, Heiðarskóla, frá og með 1. ágúst 2017."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Að afgreiðslu lokinni tók JS aftur sæti á fundinum.

10.Olíudreifing - meðhöndlun á olíumenguðum jarðvegi

1702028

Ósk um rökstuðning fyrir ákvörðun sveitarstjórnar - frá Olíudreifingu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að veita umbeðinn rökstuðning."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Aðalfundur Faxaflóahafna sf.

1704031

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 26. maí nk. kl. 15:00, í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Ása Helgadóttir verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Faxaflóahafna sem haldinn verður í Reykjavík þann 26. maí nk. og Stefán G. Ármannsson til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Beiðni um opnun íþróttaaðstöðunnar í Heiðarborg í sumar.

1704033

Erindi frá Jóhönnu Harðardóttur og framlagður undirskriftarlisti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2017 þar sem ekki er gert ráð fyrir sumaropnun í Heiðarborg og getur því ekki orðið við erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Aðalfundarboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

1704035

Aðalfundurinn verður haldinn í ferðaþjónustunni á Bjarteyjarsandi föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 20:30.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Stefán G. Ármannsson verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Hitaveitufélags Hvalfjarðar sem haldinn verður á Bjarteyjarsandi þann 28. apríl nk. Jónella Sigurjónsdóttir til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Auglýsing um starf skrifstofustjóra.

1703032

Tillaga frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Ásu Helgadóttur, Björgvini Helgasyni og Skúla Þórðarsyni að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Ársreikningur 2016 - skýringar.

1704032

Frá fjármálastjóra og sveitarstjóra.
Fram lögð samantekt fjármálastjóra og sveitarstjóra, skýringar vegna niðurstöðu ársreiknings 2016.
BPFV tók til máls og óskaði eftir upplýsingum um kostnað við aðkeypta skýrslugerð og ráðgjafavinnu frá upphafi þessa kjörtímabils. Þá spurði hann um viðbrögð við frávikum og áætlunargerð hjá sveitarfélaginu.
SÞ og ÁH tóku til máls og brugðust við framkomnum fyrirspurnum.

16.Ályktun Ungmennaráðstefnu UMFÍ á Laugarbakka 2017.

1704028

Erindi frá Ungmennafélagi Íslands.
Ályktun lögð fram til kynningar.

17.72. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1704025

Fundargerð lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð vegna samráðsfundar:Elkem, Umhverfisstofnun, Hvalfjarðarsveit og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.

1704027

Fundargerð lögð fram til kynningar.

19.849. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1704029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

20.156. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1704030

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar