Fara í efni

Sveitarstjórn

231. fundur 13. desember 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 230

1611001F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 73

1612003F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 73 Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt og bárust 3 athugasemdir.

    USN leggur til við sveitarstjórn að gefa út framkvæmdaleyfi til lagningar heimreiðar að útihúsum og sumarbústaðarlandi í landi Stóra Lambhaga 2, landnúmer, 219307, í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.

    Nefndin leggur um leið áherslu á að veiting framkvæmdaleyfis tekur þó ekki með nokkrum hætti afstöðu til eða heimilar aflagningu eða lokun eldri aðkomu að áðurnefndum útihúsum og sumarbústaðarlandi í ljósi kvaðar sem finna má í landskiptum jarðarinnar Stóra-Lambhaga 2, Hvalfjarðarsveit dags. 14. október 2009, sem hljóðar svo: ”Aðkoma að útihúsum og hlöðu liggur um veg sem liggur framhjá Hlaðbúð og sést á uppdrætti á landspildu sem er merkt 2 á uppdrætti (3,30 hektarar) og skal umferð að húsunum vera óhindruð í framtíðinni.“ Landskiptunum var þinglýst 30. apríl 2010.
    Nefndin telur að umrædd kvöð hafi komist á með samkomulagi allra þeirra aðila sem skrifuðu undir landskiptin og skulbundu sig þar með til að gangast undir hana. Það sé ekki sveitarfélagsins að veita leyfi sem gangi þvert á það samkomulag.

    Skipulagsfulltrúa falið að svara innkomunum athugasemum í samræmi við bókun nefndarinnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi á þeim forsendum sem tilgreind eru í samþykkt 5. dagskrárliðar 73. fundar USN-nefndar frá 5. desember sl."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 73 Formanni falið að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta því að veita Skipulagsstofnun umbeðna umsögn og felur skipulagsfulltrúa að leita eftir því að sveitarfélaginu verði veittur lengri umsagnarfrestur."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fræðslu- og skólanefnd - 132

1611002F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstaka liði fundargerðarinnar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 132 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingar á skipuriti og starfslýsingum á starfi skólastjórnenda í leik-og grunnskóla. Þannig verður hægt að byggja á kostum sameinaðs skóla en samstarfið á milli leik-og grunnskóla hefur verið í stöðugri og jákvæðri þróun frá sameiningu, sem börnin njóta góðs af. Með slíkri skipuritsbreytingu skapast jafnframt tækifæri til að taka á þeim annmörkum sem komið hafa fram varðandi sameiningu skólanna. Hugmyndin tekur til þess að skólastjórnendur verði tveir, einn í Heiðarskóla hinn í Skýjaborg, sem starfa saman í skólastjórn. Nefndin vill njóta starfskrafta Gunnars Gíslasonar til að vinna hugmyndina áfram ef hún fær brautargengi hjá sveitarstjórn. Með nánari vísan í minnisblað nefndarinnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fá Gunnar Gíslason hjá Starfs-Gæðum ehf. til að vinna með Fræðslu- og skólanefnd að framtíðarskipuriti og starfslýsingum skólastjórnenda í leik og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 132 Skólastefna 2016-2019 lögð fram og samþykkt. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Skólastefnu 2016-2019."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.8 1604011 Læsisstefna
    Fræðslu- og skólanefnd - 132 Nefndin samþykkir læsisstefnuna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Læsisstefnu Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.9. fundur veitunefndar.

1612025

Fundargerð framlögð.
SGÁ fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu veitunefndar um að unnin verði kostnaðargreining v/ lagnakerfis fyrir Eyrarskóg og Glammastaði og að eldri áætlun um kostnað við lagningu hitaveitu niður Leirársveit verði uppreiknuð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Umframkjör 6% - Uppsögn.

1610022

Tillaga frá sveitarstjórn.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að segja upp 6% umframkjörum sem sex starfsmenn Heiðarskóla hafa fengið greidd á grunnlaun frá árinu 2011. Ákvörðunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2017. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skólastjóra Heiðarskóla að tilkynna viðkomandi starfsmönnum ákvörðunina."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Launauppbót almennra starfsmanna.

1409046

Tillaga frá sveitarstjórn.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að hækka mánaðarlega eingreiðslu, sem ófaglært starfsfólk í leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar hefur fengið, úr kr. 16.000- á mánuði í kr. 22.000- á mánuði. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2017. Hjá þeim 6 starfsmönnum sem notið hafa 6% umframkjara tekur hækkunin gildi um leið og uppsagnarfrestur á umframkjörum lýkur sbr. fyrri ákvörðun. Hækkun mánaðarlegrar eingreiðslu er tímabundin og skal hún gilda til og með 31. mars 2019. Ákvörðunin kemur til endurskoðunar við gerð nýs kjarasamnings."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun 2017-2020.

1609013

Seinni umræða.
Fjárhagsáætlun 2017-2020
Síðari umræða.

Oddviti fór yfir og kynnti:
Álagning gjalda í Hvalfjarðarsveit 2017.
Álagning fasteignagjalda árið 2017.
Fasteignaskattur:
Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 segir að allar fasteignir
sem metnar eru af Fasteignaskrá Íslands skuli árlega leggja á skatt til
sveitarfélagsins þar sem fasteignin er.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,49%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga í þéttbýli 1,25% af fasteignamati.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
AH greiðir atkvæði á móti tillögunni.

Sorphirðugjald:
Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 24.340-.
Sorphirðugjald vegna sumarhúss kr. 12.320-.
Sorpurðunargjald:
Sorpurðunargjald vegna íbúðar- og sumarhúsa kr. 2.500-.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Rotþróargjald:
Rotþróargjald er kr. 11.650,- og er árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa á hvert íbúðarhús og sumarhús.
Rotþrærnar sjálfar eru tæmdar þriðja hvert ár.
Þriðjungur kostnaðarins er innheimtur á hverju ári.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda:
Gjalddagar fasteignagjalda verða 7 talsins á mánaðarfresti 15. hvers
mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí og ágúst. Fyrsti gjalddagi
15. febrúar. Ef álagning er 25.000 kr. eða minna er einn gjalddagi 15. maí.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Elli- og örorkulífeyrisþegar:
Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur.
Ekki þarf að sækja um lækkun, gerður er vélrænn samanburður
tekna samkvæmt fyrirliggjandi skattframtali. Örorkulífeyrisþegar þurfa að
leggja fram örorkuskírteini.
Afsláttur vegna einstaklinga:
Tekjumörk : Afsláttur :
0 - 3.300.000 kr. 100 % afsláttur
3.300.001 - 3.612.000 kr. 80% afsláttur
3.612.001 - 3.936.000 kr. 50% afsláttur
3.936.001 - 4.696.000 kr. 25% afsláttur
Afsláttur vegna hjóna:
Tekjumörk : Afsláttur :
0 - 5.232.000 100% afsláttur
5.232.001 - 5.979.000 kr. 80% afsláttur
5.979.001 - 6.353.000 kr. 50% afsláttur
6.353.001 - 6.602.000 kr. 25% afsláttur
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Gjaldskrár:
Gjaldskrá félagsheimila. Tillaga að hækkun gjaldskrár um 25%.
Oddviti bar upp tillögu um breytingu á gjaldskrá félagsheimila og var framangreind tillaga samþykkt með 7 atkvæðum.

Breytingartillaga:
Oddviti lagði fram eftirfarandi breytingatillögu í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2017-2020:
”Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir breytingu á framlagðri fjárhagsáætlun vegna eftirfarandi liða:
04022 Laun kennara v/ nýs kjarasamnings kr. 2.667.000.
04022 Laun almennra starfsmanna Heiðarskóla v/ mánaðarlegrar eingreiðslu kr. 286.000.
04012 Laun almennra starfsmenn Skýjaborgar v/ mánaðarlegrar eingreiðslu kr. 400.000.
04027 Laun starfsmanna mötuneytis Heiðarskóla v/ mánaðarlegrar eingreiðslu kr. 44.000.
11001 Umhverfisverkefni á vegum USN-nefndar kr. 200.000-."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fjárhagsáætlun 2017-2020
Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2017 og fjárhagsáætlunar áranna 2018-2020 með áorðnum breytingum.
Fjárhagsáætlun A og B hluta Hvalfjarðarsveitar vegna ársins gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu að fjárhæð 35,5 millj. kr. og að handbært fé í árslok verði 43,3 millj. kr.
Gert er ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu A og B hluta öll árin.
Niðurstaða fyrir hvert ár er eftirfarandi:
2018: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 34,5 millj. kr. og handbært fé í árslok 78,4 millj. kr.
2019: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 33,1 millj. kr. og handbært fé í árslok 106,8 millj. kr.
2020: Jákvæð rekstrarafkoma að fjárhæð 33,7 millj. kr. og handbært fé í árslok 148,2 millj. kr.

Þá bar oddviti upp tillögu um samþykkt fjárhagsáætlunar 2017-2020 ásamt áorðinni breytingu og var hún samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

1612018

Erindi frá fjármálastjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu á framlögðum reglum en felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að yfirfara texta og leggja reglurnar að nýju fyrir sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Lausn frá setu í USN nefnd.

1612023

Erindi frá Ólafi Inga Jóhannessyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða beiðni Ólafs Inga Jóhannessonar um lausn frá setu í USN-nefnd til loka yfirstandandi kjörtímabils.
Skipan nýs fulltrúa frestað til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Lausn frá setu sem 1. varamaður í sveitarstjórn.

1612022

Erindi frá Ólafi Inga Jóhannessyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða beiðni Ólafs Inga Jóhannessonar um lausn frá störfum sem 1. varamaður í sveitarstjórn til loka yfirstandandi kjörtímabils."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjórn færir Ólafi Inga þakkir fyrir ánægjulegt og farsælt samstarf.

11.Síðari fundur sveitarstjórnar í desember.

1612024

Tillaga frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fella niður næsta reglulega fund sveitarstjórnar þann 27. desember nk. Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn þann 10. janúar 2017."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Fjárhagsáætlanir Höfða.

1612020

Fjárhagsáætlun 2016-viðauki, greinargerð með viðauka 1, fjárhagsáætlun 2017, fjárhagsáætlun 2017-2020, greinargerð með fjárhagsáætlun 2017.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða fjárhagsáætlun hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir árið 2017 og 2018-2020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Rekstraryfirlit janúar - október 2016.

1612017

Frá fjármálastjóra.
Rekstraryfirlit framlagt.

14.Ferðaáætlun strætó bs. á Vesturlandi - Ósk um breytingar.

1609024

Svar frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Bréf SSV lagt fram til kynningar.

15.Framtíðarskipan húsnæðismála.

1612021

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. desember 2016.
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

16.844. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1612014

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.69. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1612015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.127. fundur stjórnar SSV, 23. nóvember 2016.

1612016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar