Fara í efni

Sveitarstjórn

396. fundur 10. apríl 2024 kl. 15:30 - 15:50 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2403009F - Fundargerð mannvirkja- og framkvæmdanefndar - 70. Málið verður nr. 3 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2001042 - Íþróttahús-undirbúningur framkvæmda. Málið verður nr. 3.2. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2404002F - Fundargerð menningar- og markaðsnefndar - 51. Málið verður nr. 4 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2404053 - Víkingurinn 2024. Málið verður nr. 4.1. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 395

2403007F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 55

2404001F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 70

2403009F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 70 Tilboðin hafa verið yfirfarin af verkfræðistofunni COWI, Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samnings við lægstbjóðanda að undangengnum biðtíma og háð staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs.

    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði veitt heimild til að hefja lokað útboð til þriggja verkfræðistofa í verkefnastjórn, byggingarstjórn og eftirlit á byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
    Bókun fundar Framlögð fundargerð opnun tilboða í 1. áfanga byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.

    Eftirfarandi tilboð bárust:

    Bjóðandi Tilboðsfjárhæð Hlutfall af kostnaðaráætlun

    Langeldur ehf. 1.000.000.000 kr. 120,8%
    K16 ehf. 866.823.000 kr. 104.7%
    Sjammi ehf. 965.863.492 kr. 116.6%
    Sjammi ehf.-frávikstilboð 964.288.304 kr. 116.5%
    Alefli ehf. 871.076.367 kr. 105.2%
    Flotgólf ehf. 949.972.390 kr. 114.7%

    Kostnaðaráætlun 828.026.034 kr. 100.0%

    Mikil forvinna og undirbúningur hefur farið fram er varðar nýtt íþróttahús í Hvalfjarðarsveit. Í fundargerðum þáverandi sveitarstjórnar og nefnda má finna bókanir allt frá upphafi ársins 2019. Mikil vinna hefur verið lögð í verkefnið, undirbúningsvinna sem og þarfagreining meðal annars með hagsmunaaðilum sem nýta núverandi íþróttamannvirki í Hvalfjarðarsveit. Úttekt á núverandi aðstöðu í Heiðarborg, könnun jarðvegsaðstæðna, umfjöllun í nefndum, forhönnun, hönnunarteikningar, kostnaðarmat, heildarhönnun verkfræði- og landslagshönnun ásamt fleiru.

    Í mars 2021 bókaði þáverandi sveitarstjórn eftirfarandi:

    “Hvalfjarðarsveit hyggur á byggingu nýs íþróttahúss í sveitarfélaginu. Lagt hefur verið í vinnu við greiningu á þörf og staðsetningu slíkrar byggingar. Stefnt er að því að byggja hagkvæmt og vel útfært mannvirki sem nýtist vel og uppfyllir fyrirsjáanlegar þarfir sveitarfélagsins og íbúa þess til næstu áratuga fyrir skóla-, íþrótta-, tómstunda-, félags- og samkomustarf. Unnið verður að því að mannvirkið verði hagkvæmt í rekstri en einnig að líftími þess verði sem lengstur og hagkvæmastur. Gerð hefur verið úttekt á núverandi íþróttamannvirkjum í Heiðarborg og var gert yfirlit yfir stöðu viðhaldsmála og listuð upp helstu vandamál er snúa að viðhaldi. Þar kemur fram að Heiðarborgar bíða töluvert umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir hvort sem þar verður byggt íþróttahús eður ei. Þá er ekki einungis horft til íþróttasalarins heldur miðstöðvarinnar í heild sinni. Er það mat ráðgjafa að með þeim viðhaldsframkvæmdum sem lagt er til að farið verði í muni íþróttamiðstöðin nýtast vel undir núverandi starfsemi. Stefnt yrði að því að nýta þau rými sem fyrir eru óbreytt eða þeim breytt til hagræðis við þá nýbyggingu sem byggð yrði við Heiðarborg. Lagt var mat á kosti þess að byggja íþróttahús sem viðbyggingu við núverandi mannvirki að Heiðarborg eða byggja nýtt mannvirki í Melahverfi. Það er mat sveitarstjórnar að mannvirkið skuli rísa sem viðbygging við núverandi mannvirki að Heiðarborg og eru mörg rök fyrir því. Nálægðin við Heiðarskóla þar sem mesta notkunin á húsinu verður íþróttakennsla grunnskólabarna. Rísi mannvirkið í Melahverfi þyrfti að keyra öllum grunnskólabörnum í íþróttakennslu. Það er kostnaður sem myndi bætast á sveitarfélagið auk þess er það umhverfismál að fækka ferðum skólabíla um sveitarfélagið. Nálægðin við Heiðarskóla einfaldar notkun á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins bæði fyrir tómstundarstarf skólabarna og mögulegra íþróttaæfinga í beinu framhaldi af lokum skóladegi. Rekstrarkostnaður við það að halda úti íþróttamannvirkjum á tveimur stöðum væri mikill þar sem halda þyrfti úti tvöföldum fjölda starfsfólks til þjónustu á opnunartímum. Líklegt verður að teljast að byggingarkostnaður verði lægri við það að byggja við Heiðarborg þar sem þau rými sem nú þegar eru til staðar nýtast áfram ýmist óbreytt eða aðlöguð að þeirri starfsemi sem hönnuð verður. Samneyti við sundlaugina í Heiðarborg er að sjálfsögðu stór kostur bæði fyrir skólastarf og íbúa sem koma til með að nota mannvirkin hvort sem er til íþróttastarfs, félagsstarfs eða heilsubótar. Nýbygging í Melahverfi yrði að sjálfsögðu að innihalda öll rými sem þörf og reglugerðir gera ráð fyrir og ekki nýtast með öðru húsnæði. Samkvæmt deiliskipulagi Heiðarskóla- og Heiðarborgarsvæðisins er gert ráð fyrir frekari byggingarreitum við Heiðarborg og kallar svona framkvæmd því ekki á endurskoðun á skipulagi svæðisins."

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    “Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar því að framkvæmdir séu nú í sjónmáli á nýju íþróttahúsi en sveitarstjórn vill að Heiðarborg verði samfélagsmiðstöð þar sem tilgangurinn er að skóla-, íþrótta-, frístunda-, félags- og samkomustarf fyrir alla aldurshópa rúmist í húsnæðinu. Markmiðið er að styðja þannig við og efla þróun íþrótta- og frístundastarfs í sveitarfélaginu, rjúfa félagslega einangrun sem og að styrkja forvarnir, heilsueflingu og almenna lýðheilsu íbúa Hvalfjarðarsveitar.

    Framkvæmd þessi er mikið framfaraskerf fyrir Hvalfjarðarsveit og er liður í þeirri metnaðarfullu framkvæmdaáætlun sem liggur fyrir hjá sveitarfélaginu sem endurspeglar vöxt og uppbyggingu til framtíðar í Hvalfjarðarsveit.

    Í samræmi við 66. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, m.s.br., hefur Ólafur Sveinsson, hagverkfræðingur, tekið saman sérfræðiálit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við íþróttahús þar sem áætlaður heildarframkvæmdakostnaður nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins á yfirstandandi reikningsári. Metin eru áhrif fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins til lengri tíma og áhrif af rekstrarkostnaði hennar. Niðurstaða matsins er að út frá fyrirliggjandi gögnum hafi fyrirhuguð fjárfesting ekki íþyngjandi áhrif á fjárhag sveitarfélagsins, heildarskuldir séu óverulegur, rekstrarjöfnuður jákvæður og skuldahlutfall vel innan allra marka. Auk þess á sveitarfélagið verulegar fjárhæðir í handbæru fé en framkvæmdin verður fjármögnuð með handbæru fé, án lántöku.

    Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu mannvirkja- og framkvæmdanefndar að gengið verði til samnings við lægstbjóðanda að undangengnum biðtíma og háð staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs. Sveitarstjóra er falin undirritun samnings.

    Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir einnig tillögu mannvirkja- og framkvæmdanefndar og veitir verkefnastjóra framkvæmda og eigna heimild til að hefja lokað útboð til þriggja verkfræðistofa í verkefnastjórn, byggingarstjórn og eftirlit á byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.

    Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt að farið verði í stefnumótun og kortlagningu á starfsemi sem ný samfélagsmiðstöð, Heiðarborg, muni koma til með að geta boðið upp á. Samhliða verði farið í að rýna nýtingu og skipulag á þeim rýmum sem nú þegar eru til staðar í Heiðarborg. Í þeirri vinnu verði m.a. höfð samvinna við hagsmunahópa."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Menningar- og markaðsnefnd - 51

2404002F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • 4.1 2404053 Víkingurinn 2024
    Menningar- og markaðsnefnd - 51 Magnús Ver Magnússon sat fundinn undir þessum dagskrárlið og þakkar nefndin honum fyrir góða kynningu um verkefnið Víkingurinn 2024, keppni sterkustu manna landsins, sem fara mun fram á Vesturlandi dagana 28.-30. júní. nk.

    Góðar umræður fóru fram um verkefnið sem felur í sér að Hvalfjarðarsveit verði eitt af fjórum sveitarfélögum sem keppnin fari fram í og keppt verði í tveimur greinum í Hvalfjarðarsveit. Auk sjónvarpsútsendingar frá keppninni sjálfri er birting sjónvarpsefnis hjá ríkissjónvarpinu sem skilað hefur góðri umfjöllun um hvern stað, staðhætti, sögu og annað menningartengt.

    Menningar- og markaðsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þátttöku í verkefninu Víkingurinn 2024 með styrkveitingu að fjárhæð kr. 250.000 auk kvöldmáltíðar fyrir þátttakendur, tökumann og stjórnanda. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu menningar- og markaðsnefndar um þátttöku í verkefninu Víkingurinn 2024 með styrkveitingu að fjárhæð kr. 250.000 auk kvöldmáltíðar fyrir þátttakendur, tökumann og stjórnanda. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

2404057

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 22. júlí til og með 2. ágúst nk. vegna sumarleyfa starfsfólks. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjórnarfundur sem vera ætti þann 24. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 14. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2404056

Erindi frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit (FEBHV) endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði sunnudaginn 21. apríl vegna aðalfundar félagsins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Hóll 3, F2266723 - rekstrarleyfi.

2404061

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125-1999 (réttur til sambúðar).

2403050

Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og frístundanefndar.

9.Aðalfundur HeV 2024.

2403030

Aðalfundargerð HeV 2024 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum lögð fram til kynningar.

10.143. og 144. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2404062

Fundargerðir ásamt fylgigögnum.
Fundargerðirnar ásamt fylgigögnum lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Efni síðunnar