Fara í efni

Sveitarstjórn

361. fundur 12. október 2022 kl. 15:00 - 15:23 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Marie Greve Rasmussen varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Harðardóttir varaoddviti
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Inga María Sigurðardóttir og Elín Ósk Gunnarsdóttir boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 360

2209005F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 53

2209006F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 6

2209007F

Fundargerðin framlögð.

4.Menningar- og markaðsnefnd - 33

2209008F

Fundargerðin framlögð.
Til máls tók HPO.

5.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 38

2210001F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 38 Bjarki Rúnar Ívarsson óskar eftir lausn frá nefndarstörfum í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar frá 2.9.2022. Hann þakkar kærlega fyrir samstarfið.
    Nefndin tilnefnir Kingu Korpak til setu í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Nefndin þakkar Bjarka Rúnari fyrir samstarfið og vísar tilnefningu Kingu Korpak til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
    Bókun fundar Bjarki Rúnar Ívarsson óskar eftir lausn frá nefndarstörfum í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar frá 2.9.2022. Hann þakkar kærlega fyrir samstarfið.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og þakkar Bjarka Rúnari fyrir samstarfið og samþykkir Kingu Korpak í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Breytt tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar.

2210021

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar sem haldinn verður miðvikudaginn 26. október nk. og hefjast ætti kl. 15, sbr. ákvörðun sveitarstjórnar í upphafi kjörtímabils, verði seinkað og hefjist ekki fyrr en kl. 17 þann dag. Ástæðan er fundarboð Innviðaráðuneytisins, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, þar sem íbúum í öllum landshlutum er boðið til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman en fundurinn fyrir Vesturland er miðvikudaginn 26. október kl. 15-17 og gæti sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þannig setið þann fund og strax í kjölfar hans hæfist sveitarstjórnarfundur. Á samráðsfundunum er meginviðfangsefni umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum ásamt því að nýsamþykkt byggðaáætlun verður kynnt. Öllum er velkomið að taka þátt í fjarfundunum en skráningu á þá lýkur daginn fyrir hvern fund og fá þátttakendur m.a. gögn til að undirbúa sig fyrir fundinn."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Frístundastefna - viljayfirlýsing

2204059

Máli frestað á síðasta sveitarstjórnarfundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að skipaður verði stýrihópur til gerðar frístundastefnu Hvalfjarðarsveitar og að hópurinn taki til starfa í nóvember 2022. Stýrihópurinn samanstandi af frístunda- og menningarfulltrúa, einum fulltrúa úr fræðslunefnd, sem tilnefndur verði af nefndinni, einum fulltrúa úr fjölskyldu- og frístundanefnd, sem tilnefndur verði af nefndinni, og einum fulltrúa úr sveitarstjórn, sem tilnefndur verði af sveitarstjórn. Oddvita er falið að útbúa erindisbréf fyrir stýrihópinn þar sem meðal annars verði tekið tillit til þegar framkominna tillagna fræðslunefndar og fjölskyldu- og frístundanefndar. Erindisbréf stýrihópsins verður lagt fram á næsta fundi fræðslunefndar og fjölskyldu- og frístundanefndar auk þess sem nefndirnar tilnefna sína fulltrúa í stýrihópinn. Í kjölfarið tekur sveitarstjórn erindisbréfið til endanlegrar samþykktar auk þess sem sveitarstjórn tilnefnir sinn fulltrúa.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

2210025

Erindi frá sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og að afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda sem styrkveiting til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Reglur um styrki vegna varmadælna í Hvalfjarðarsveit.

2210018

Erindi frá Axel Helgasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og vísar erindinu inn til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Melhagi Willa ehf.- rekstrarleyfi.

2210020

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2023.

2210022

Erindi frá Kvennaathvarfi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 200.000 kr. á árinu 2023, gert verður ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2022.

2210023

Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar.
Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2022 lagður fram til kynningar.

13.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 1232010 (uppbygging innviða), 144. mál.

2210027

Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagt fram til kynningar og jafnframt vísað inn til USNL nefndar. Oddvita falið að sækja um frest til umsagnar.

14.913. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2210026

Fundargerð.
Fundargerð framlögð til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:23.

Efni síðunnar