Fara í efni

Sveitarstjórn

354. fundur 14. júní 2022 kl. 15:01 - 15:12 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnardóttir aðalmaður
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Dagný Hauksdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnardóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2206020 - Kjör í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. 39. gr. samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 692/2022. Málið verður nr. 3 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 7:0

Mál nr. 2205061 - Ákvörðun um fastan fundartíma sveitarstjórnar. Málið verður nr. 4 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 7:0

Helga Harðardóttir og Helgi Pétur Ottesen boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 353

2205006F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 31

2206001F

Fundargerðin framlögð.

BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Kjör í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. 39. gr samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 692/2022.

2206020

Ný samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar, nr. 692/2022, hefur nú verið birt í B-deild Stjórnartíðinda og öðlast gildi. Meðal breytinga í nýrri samþykkt er að Landbúnaðarnefnd er ekki lengur sérstök nefnd heldur verður til ný nefnd, Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd.

Á grundvelli nýrrar samþykktar um stjórn Hvalfjarðarsveitar leggur oddviti fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að núverandi skipun nefndarmanna Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar verði óbreytt fyrir nýja Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd (USNL nefnd), bæði hvað varðar aðal- og varamenn.
Aðalmenn:
Ása Hólmarsdóttir
Helga Harðardóttir
Ómar Kristófersson
Svenja Neele Verena Auhage
Sæmundur Víglundsson
Varamenn:
1. Þorsteinn Már Ólafsson
2. Guðbjartur Þór Stefánsson
3. Birkir Snær Guðlaugsson
4. Sigurður Arnar Sigurðsson
5. Pétur Freyr Jóhannesson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ákvörðun um fastan fundartíma sveitarstjórnar.

2205061

Ný samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar, nr. 692/2022, hefur nú verið birt í B-deild Stjórnartíðinda og öðlast gildi. Meðal breytinga í nýrri samþykkt er að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar heldur reglulega fundi sveitarstjórnar í stjórnsýsluhúsinu við Innri­mel 3, tvisvar sinnum í hverjum mánuði, í annarri og fjórðu viku hvers mánaðar, á þeim tíma sem sveitarstjórn ákveður í upphafi kjörtímabils. Í fyrri samþykkt var fundartími bundinn við þriðjudaga.

Í ljósi nýrrar samþykktar leggur oddviti fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að frá og með júlímánuði 2022 verði fastir fundartímar sveitarstjórnar annan og fjórða miðvikudag hvers mánaðar kl. 15:00."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar verður haldinn þriðjudaginn 28. júní nk. og að honum loknum færist fastur fundartími yfir á miðvikudaga, sá fyrsti 13. júlí nk.

5.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. árið 2022.

2206018

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um fund með sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.

2206017

Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni bréfritara um fund og oddvita er falið að finna fundartíma sem hentar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Almenningssamgöngur á Íslandi.

2206010

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fyrir boðið og samþykkir að Elín Ósk Gunnarsdóttir sitji vinnustofu fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar er varðar almenningssamgöngur á Íslandi.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar.

2206009

Aðalfundarboð.
Erindið er framlagt.

9.Almenn eigendastefna Reykjavíkurborgar gagnvart B-hlutafélögum.

2206011

Erindi frá Reykjavíkurborg.
Erindið er framlagt.

10.Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði.

2206012

Erindi frá Félagi atvinnurekenda.
Erindið er framlagt.

Fundi slitið - kl. 15:12.

Efni síðunnar