Fara í efni

Sveitarstjórn

342. fundur 14. desember 2021 kl. 15:00 - 15:43 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1912027 - Samstarfssamningur um brunavarnir og eldvarnaeftirlit. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 341

2111004F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149

2112001F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundarbyggðina Birkihlíð í landi Kalastaða samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Birkihlíð í landi Kalastaða samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Brynja Þorbjörnsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Nafnafræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gerir fyrir sitt leyti engar athugasemdir við nöfnin Réttarhagi I og II.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samþykkja stofnun lóðar Réttarhagi I og Réttarhagi II úr landi Leirár landnr:133774.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar á stofnun lóðanna Réttarhagi I og II úr landi Leirár landnr. 133774."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Borist hefur umsögn frá Nafnafræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir þær ábendingar sem bárust og leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samþykkja stofnun lóða úr landi Hlíðarfótar landnr, 133180 sem verður Hlíðarfótur II, Hlíðarfótur III og Tjörn í samræmi við umsögn frá Stofnun Árna Magnússonar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar á stofnun lóðanna Hlíðarfótur II, Hlíðarfótur III og Tjörn úr landi Hlíðarfótar landnr. 133180. Fyrir liggur umsögn nafnafræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Nafnafræðisvið Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum gerir fyrir sitt leyti engar athugsemdir við nöfnin Engjalæk 1,2,3 og 4.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að samþykkja stofnun lóða við Engjalæk 1,2,3 og 4 úr Narfastaðalandi 1 no. 1A landnr:203933.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar á stofnun lóðanna Engjalæk 1,2,3 og 4 úr Narfastaðalandi 1.no 1A landnr. 203933. Fyrir liggur umsögn nafnafræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitararstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Þórisstaði II úr landi Þórisstaða landnr: 133217. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar á stofnun lóðarinnar Þórisstaðir II úr landi Þórisstaða landnr. 133217."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðanna Sólvellir 3, 4 og 5 úr landi Sólvalla 3 landnr: 189095 í samræmi við uppdrátt. Sólvellir 3 verður framvegis Sólvellir 6. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar á stofnun lóðanna Sólvellir 3,4 og 5 úr landi Sólvalla 3 landnr. 189095 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Sólvellir 3 verði framvegis Sólvellir 6."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýsa lýsingu á deiliskipulagtillögu fyrir Réttarhaga I og Réttarhaga II í landi Leirár sbr. 40.gr. skipulagslaga nr: 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa lýsingu á deiliskipulagstillögu fyrir Réttarhaga I og II í landi Leirár sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi bréfritara um að fyrrum félagsheimili í Fannahlið verði frístundahús.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að skráningu húsnæðisins Fannahlíðar verði breytt í frístundahús sbr. erindi bréfritara."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi sem er í samræmi við deiliskipulag. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að byggingarleyfi verði veitt í samræmi við deiliskipulag svæðisins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 149
    Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að gera engar athugasemdir við verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029 í samræmi við 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og gerir ekki athugasemdir við verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 45

2112003F

Fundargerðin framlögð.

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku RÍ, GJ og LBP.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 45 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja frumhönnun Ask arkitekta og haldið verði áfram með hönnunarvinnu Íþróttahússins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur formanni mannvirkja- og framkvæmdanefndar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að funda með hönnuðum og fá nánari upplýsingar um framkomnar kostnaðartölur."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tók GJ.
  • 3.5 2103093 Krossland
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 45 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja 30km hámarkshraða ökutækja í Krosslandi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að hámarkshraði ökutækja innan þéttbýlis Krosslands verði 30 km. á klst."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 45
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna breytingatillögu að nýrri gjaldskrá fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og felur byggingarfulltrúa og skipulags- og umhverfisfulltrúa að gera tillögu að breytingu á gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa og að því loknu að leggja tillöguna fram til umræðu á fundi mannvirkja- og framkvæmdanefnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 45
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa lóðir við Lyngmel lausar til úthlutunar, í samræmi við reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa lóðir við Lyngmel lausar til úthlutunar í samræmi við reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 29

2112002F

Fundargerðin framlögð.

HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • 4.2 2108020 Fjöliðjan
    Fjölskyldu- og frístundanefnd - 29 Nefndin fór yfir drög að samningi Hvalfjarðarsveitar við Akraneskaupstað um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar Vinnu- og endurhæfingarstöðvar fyrir fatlað fólk. Nefndin samþykkir samninginn og vísar samningnum til sveitarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir framlögð samningsdrög við Akraneskaupstað vegna kaupa á þjónustu Fjöliðjunnar, vinnu- og endurhæfingarstöðvar fyrir fatlað fólk. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra undirritun og frágang samningsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 29 Nefndin samþykkir uppfærðar reglur um heimagreiðslur. Breytingin felur í sér hækkun á heimagreiðslum, úr 35.000kr. í 45.000kr. ásamt öðrum minniháttar breytingum. Nefndin vísar uppfærðum reglum til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar er varðar hækkun á heimagreiðslum úr 35.000 kr. í 45.000 kr. og öðrum minniháttar breytingum er nefndin leggur til á reglum er varðar heimagreiðslur."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Uppsögn á starfi skipulags- og umhverfisfulltrúa.

2112001

Erindi frá Boga Kristinssyni Magnusen.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar skipulags- og umhverfisfulltrúa fyrir hans störf í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, Björgvini Helgasyni, oddvita, Daníel Ottesen, formanni umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar og Rögnu Ívarsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa að skoða starfslýsingu og meta næstu skref.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um lausn frá störfum sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar.

2112015

Erindi frá Jónellu Sigurjónsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar Jónellu fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Afskriftir krafna.

2112020

Erindi frá Ingunni Stefánsdóttur, skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar afskriftir að heildarupphæð 584.381 kr. sbr. framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Seinni fundur sveitarstjórnar í desember 2021.

2112019

Erindi frá Björgvini Helgasyni, oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fella niður seinni fund sveitarstjórnar í desember. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar er því 11. janúar 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fannahlíð.

2103129

Erindi frá kaupanda.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu byggingarfulltrúa og verkefnastjóra framkvæmda og eigna um lyktir málsins sbr. meðfylgjandi minnisblað og felur sveitarstjóra að rita undir afsal eignarinnar í samræmi við það."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Samstarfssamningur um brunavarnir og eldvarnaeftirlit.

1912027

Drög að samningi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að samningi við Akraneskaupstað um brunavarnir og eldvarnaeftirlit og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Sveitarstjórn vill samt árétta að henni þykir miður að bæjarráð Akraness hafi ekki fallist á að skoðaðir yrðu kostir þess að stofna sameiginlegt byggðasamlag um rekstur brunavarna og eldvarnaeftirlits í sveitarfélögunum. Sveitarstjórn óskar eftir fundi með fulltrúum í bæjarráði Akraness til að fara yfir málið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Endurbætur á Höfða.

2008006

Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita heimild til töku tilboðs lægstbjóðanda í verkið "Höfði endurnýjun í 1. áfanga" sem felur í sér 41,4mkr. hækkun m.v. fyrirliggjandi kostnaðaráætlun verksins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt viðbótarfjármögnun er nemur 3,8mkr. vegna fráviks sem af þessu hlýst og áætlað er að komi til árið 2023 skv. tímaáætlun verkefnisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt 7 atkvæðum.

12.Stjórnsýslukæra nr 90/2018 - vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur.

1806042

Framhald máls frá 341. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að óska eftir skýringum frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála á grundvelli framlagðra draga að bréfi þar að lútandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2022.

2111042

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.

2112007

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Björgvin Helgason, oddvita, sem aðalmann í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. og Guðjón Jónasson sem varamann. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela Björgvini Helgasyni, oddvita, umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður mánudaginn 20. desember nk. kl. 15:00 að Innrimel 3."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2111043

Erindi frá Kvenfélaginu Lilju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og að afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda sem styrkveiting til menningarmála".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Varnaræfingin Norður víkingur 2022.

2111038

Erindi frá Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytis.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn vísar erindinu til kynningar í USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Litla-Lambhagaland - Rekstrarleyfi.

2112012

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - Úttekt á starfsemi.

2111040

Erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar framlagt.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskar eftir að fá send til umfjöllunar drög að svari Akraneskaupstaðar við erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar áður en erindinu verður svarað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Breytt skipulag barnaverndar.

2112003

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt og vísað til fjölskyldu- og frístundanefndar.

20.Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

2109025

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt og vísað til USN nefndar.

21.165. fundur stjórnar SSV.

2111045

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

22.903. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2112002

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

23.Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands 10.11.2021 ásamt rekstraráætlun 2021-2022 og gjaldskrá 2022.

2111018

Fundargerð ásamt rekstraráætlun og gjaldskrá.
Fundargerð ásamt fylgigögnum framlagt.

Fundi slitið - kl. 15:43.

Efni síðunnar