Fara í efni

Sveitarstjórn

329. fundur 11. maí 2021 kl. 15:00 - 16:03 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2009013 - Hitaveita. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2105017 - Innra-Hólmskirkja - viðgerðir. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 328

2104008F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 139

2104010F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 140

2104007F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • 3.2 2101108 Narfabakki.
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 140 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna samkvæmt 1.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd óskar eftir upplýsingum um öflun neysluvatns fyrir íbúðarhúsið á Narfabakka.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að umsóknin verði grenndarkynnt samkvæmt 1.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt tekur sveitarstjórn undir ósk nefndarinnar um að gerð verði grein fyrir öflun neysluvatns fyrir íbúðarhúsnæðið á Narfabakka auk þess að leita umsagnar Vegagerðarinnar vegna vegtengingar fyrir Narfabakka".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 140 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd frestar afgreiðslu málsins. Nefndin bendir á að ekki sé gert ráð fyrir reiðvegi í gögnum um framkvæmdaleyfi vegarins.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um gerð reiðvegar samhliða framkvæmdinni um lagningu bundins slitlags á Melasveitarvegi.



    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Melasveitarvegar (505-01): Bakki-Svínabú. Sveitarstjórn felur jafnframt skipulags- og umhverfisfulltrúa að koma á framfæri ábendingum til Vegagerðarinnar um mikilvægi reiðvegagerðar samhliða framkvæmdinni".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, MN sat hjá.

    Til máls tóku MN, DO og GJ.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 140 Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd samþykkir breytingar á verklagsreglum um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á verklagsreglum um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 140 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd óskar eftir því við Vegagerðina að vegurinn verði á ný skráður sem héraðsvegur og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa ásamt lögmanni sveitarfélagsins að vinna málið áfram. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að óska eftir því við Vegagerðina að Fellsendavegur verði á ný skráður sem héraðsvegur og færður undir umsjá Vegagerðarinnar".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 24

2104011F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku MN, HH og DO.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 24 Hvalfjarðarsveit fékk í átaki sem styrkt er af Vinnumálastofnun, úthlutað ráðningarheimild fyrir tvo námsmenn í sumarstörf.

    Nefndin leggur til að Hvalfjarðarsveit taki þátt í átaksverkefninu og hefji undirbúning þess með því að móta störf og auglýsa tvö sumarstörf laus til umsóknar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur frístunda- og menningarfulltrúa að undirbúa og auglýsa viðkomandi störf".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 24 Alls bárust tvær umsóknir í sjóðinn. Sú fyrri var frá Foreldrafélagi leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar þar sem óskað var eftir 150,000 kr. styrk til sumarhátíðar fyrir fjölskyldur í Hvalfjarðarsveit og uppfyllti sú umsókn ekki skilyrði sjóðsins þar sem hún barst eftir auglýstan umsóknarfrest.

    Seinni umsóknin var frá Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs þar sem óskað var eftir 100,000 kr. styrk til endurbóta á vinsælli gönguleið upp á Hafnarfjall í Hvalfjarðarsveit. Umsóknin uppfyllti ekki 2. gr. reglna sjóðsins og henni því hafnað.

    Nefndin ákvað að framlengja umsóknarfrestinn til 28. maí 2021.

    Einnig leggur nefndin það til við sveitarstjórn að styrkja verðugt verkefni Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs um 100,000 kr.

    Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að umsóknarfrestur fyrir íþrótta- og æskulýðssjóð verði framlengdur til 28. maí 2021.
    Jafnframt samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að styrkja verkefni Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs um 100.000 kr. vegna endurbóta á gönguleið á Hafnarfjall, líkt og fram kemur í erindi Ferðafélagsins. Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2021 vegna þessa að fjárhæð kr. 100.000 á deild 13062, ferðamannaþjónusta, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun óvissra útgjalda, deild 21085, lykill 5971".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Menningar- og markaðsnefnd - 23

2104009F

Fundargerðin framlögð.

BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 23 Nefndin yfirfór gjaldskrá frá 2017 og samþykkti drög að nýrri gjaldskrá vegna útleigu á Miðgarði og Fannahlíð. Einnig yfirfór nefndin útleigureglur fyrir félagsheimili Hvalfjarðarsveitar. Nefndin samþykkti drög að nýjum útleigureglum fyrir félagsheimili í Hvalfjarðarsveit. Nefndin samþykkti drög að reglum um niðurfellingu húsaleigu vegna félagsheimilanna Miðgarðs og Fannahlíðar.

    Menningar- og markaðsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki ofangreind drög að gjaldskrá, að útleigureglum og að reglum um niðurfellingu húsaleigu vegna félagsheimilanna Miðgarðs og Fannahlíðar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að nýrri gjaldskrá vegna útleigu á félagsheimilunum Fannahlíð og Miðgarði og að gjaldskráin taki gildi frá og með 1. sept. nk. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn drög að útleigureglum og reglum um niðurfellingu húsaleigu vegna félagsheimilanna Miðgarðs og Fannahlíðar".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, EÓG var á móti.

    Til máls tóku EÓG og MN.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 23 Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu með þeim skilyrðum að ekki komi til aukins kostnaðar vegna þrifa á húsnæðinu og jafnframt sé forgangur aðila sem greiði leigu að húsnæðinu. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda sem styrkveiting til menningarmála".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 23 Tvær umsóknir bárust í Menningarsjóð frá Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ og kór Saurbæjarprestakalls. Umsókn Sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ barst eftir að umsóknarfrestur rann út.

    Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að veita kór Saurbæjarprestakalls styrk að fjárhæð 200.000 kr.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að framlengja umsóknarfrest í Menningarsjóðinn til 28. maí nk.".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 23 Nefndin fór yfir stöðu mála.

    Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að fá styrk sem nemur niðurfellingu á húsaleigu vegna viðburðar í Fannahlíð á Hvalfjarðardögum þann 19. júní nk.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindi nefndarinnar um niðurfellingu húsaleigu vegna viðburðar í Fannahlíð á Hvalfjarðardögum þann 19. júní nk. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda sem styrkveiting til menningarmála".
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Háimelur - lóðaumsóknir - lóðaúthlutanir

2105005

Tímabilið 19. apríl til og með 4. maí 2021 voru 11 lóðir auglýstar til úthlutunar við Háamel í Melahverfi.

Alls sóttu 7 aðilar um lóðirnar.

Útdráttur lóðanna fer fram á sveitarstjórnarfundi og mun oddviti sveitarstjórnar draga um röð umsækjanda viðkomandi byggingarlóða í votta viðurvist, í samræmi við reglur um lóðaúthlutun í Hvalfjarðarsveit.

A. Lóðin Háimelur nr. 1
Engin umsókn barst og fer lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Hvalfjarðarsveit.

B. Lóðin Háimelur nr. 2
Ein umsókn barst frá umsækjendunum Evu Ösp Bergþórsdóttur og Sindra Kristinssyni og fá þau lóðina úthlutaða.

C. Lóðin Háimelur nr. 3-5
Þrjár umsóknir bárust, þar af tvær gildar frá Nýsmíði ehf. og Targa ehf.
Dreginn var út umsækjandinn Targa ehf., til vara umsækjandinn Nýsmíði ehf.

D. Lóðin Háimelur nr. 4
Ein umsókn barst til vara, frá umsækjendunum Evu Ösp Bergþórsdóttur og Sindra Kristinssyni sem hafa fengið úthlutað lóðinni Háamel 2 og fer því lóðin á lista yfir lausar lóðir hjá Hvalfjarðarsveit.

E. Lóðin Háimelur nr. 7-9
Þrjár umsóknir bárust, frá Járnamaðurinn slf., Nýsmíði ehf. og Gassinn ehf.
Dreginn var út umsækjandinn Nýsmíði ehf., til vara umsækjandinn Gassinn ehf.

F. Lóðin Háimelur nr. 11-13
Þrjár umsóknir bárust, frá Járnamaðurinn slf., LH verk ehf. og Gassinn ehf.
Dreginn var út umsækjandinn Gassinn ehf., til vara umsækjandinn Járnamaðurinn slf.


Sveitarstjórn þakkar umsækjendum kærlega fyrir umsóknirnar.

Arnar Skjaldarson, byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

7.Hitaveita

2009013

Niðurstaða verðkönnunar.
Óskað var eftir verðboðum frá fjórum aðilum en aðeins barst eitt boð.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við Sæmund Víglundsson hjá T.S.V. sf. á grundvelli framlagðs tilboðs og að verkefnastjóra framkvæmda og eigna sé falið að ganga frá verksamningi og vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, EÓG og MN sátu hjá.

Til máls tóku EÓG og LBP.

8.Innra-Hólmskirkja - viðgerðir.

2105017

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita 1,5mkr. styrk til Innra-Hólmskirkju til viðgerða sem nú þegar eru hafnar á kirkjunni og til stendur að ljúka á næsta ári þegar kirkjan verður 130 ára. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 1,5mkr. á deild 05090, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun óvissra útgjalda, deild 21085, lykill 5971".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku DO og GJ.

9.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2021 nr. 7-8.

2105012

Viðaukar nr. 7-8 ásamt minnisblaði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 22mkr. en um er að ræða tekjuviðauka á deild 00006, lykil 0010 vegna fasteignaskatta en auknar tekjur koma til hækkunar á handbæru fé. Sveitarstjórn samþykkir einnig viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 12,5mkr. vegna aukins kostnaðar við slökkvilið Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar en um er að ræða 15,3mkr. kostnaðarauka á deild 07023, lykil 5947 en auknum útgjöldum verður mætt með annars vegar 2,8mkr. lækkun kostnaðar á deild 07030, lykli 5947 og hins vegar með 12,5mkr. lækkun á handbæru fé".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala-samningur um aðild.

2010057

Endurnýjaður samningur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan, endurnýjaðan samning um aðild Hvalfjarðarsveitar að Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala og felur sveitarstjóra að rita undir hann. Gildistími samningsins er til 1. maí 2023".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Málefni hjúkrunarheimila.

2105009

Áskorun til heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Akraneskaupstaðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir áskorun Bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar til heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra vegna málefna hjúkrunarheimila".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

2101128

Vinnuskjal með drögum af breytingum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram en umsögn verður send inn í nafni starfshóps minni sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Erindi vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi til skógræktar.

2105011

Frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til USN nefndar".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók DO.

14.Aðalfundarboð Landskerfi bókasafna hf. 2021.

2105013

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Jónella Sigurjónsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Fundarboð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2101126

Fundarboð.
Framlagt.

16.Umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.

17.167. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2105010

Fundargerð ásamt eigendafundarboði og tillögu að breytingu samþykktar.
Framlagt.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók DO.
Fylgiskjöl:

18.897. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2105006

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 16:03.

Efni síðunnar