Fara í efni

Öldungaráð

3. fundur 26. mars 2024 kl. 14:35 - 16:22 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Jóhanna Harðardóttir varaformaður
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Áskell Þórisson aðalmaður
  • Anna Guðrún Torfadóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Upplýsingabæklingur um þjónustu fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

2312020

Kynnt drög að upplýsingabæklingi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Drög að þjónustubæklingi fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit lögð fram. Unnið verður að breytingum á bæklingnum í samræmi við umræður á fundinum. Öldungaráð lýsir yfir ánægju með bæklinginn og vonast til að hann komi að góðum notum.

2.Þjónustu- og frístundakönnun eldri borgara í Hvalfjarðarsveit

2403044

Kynnt hugmyndavinna að þjónustu- og frístundakönnun eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
Drög að þjónustukönnun lögð fram.

3.Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit (FEBHV)

2403045

Kynning á nýstofnuðu félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit (FEBHV).
Öldungaráð þakkar fulltrúum í félagi eldri borgara i Hvalfjarðarsveit (FEBHV) fyrir góða kynningu á nýstofnuðu félagi og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Fundi slitið - kl. 16:22.

Efni síðunnar