Fara í efni

Landbúnaðarnefnd 2009-2021

8. fundur 20. ágúst 2014 kl. 20:30 - 22:30

Baldvin Björnsson, Björgvin Helgason, Daníel Ottesen og Lilja Grétarsdóttir 

 

Björgvin setti fundinn, bauð nefndarmenn velkomna og var síðan gengið til 

dagskrár. 

1)  Nefndin skiptir með sér verkum. Baldvin kjörinn formaður, Daníel 

varaformaður og Lilja ritari.

 

2)  Fjallskil: Fyrir fundinum lá þessi tillaga:

A)  Leitarsvæði Núparéttar. Fyrri leit er laugardaginn 13. sept og seinni 

laugardaginn 27. sept. Fyrri rétt er sunnudaginn 14. sept kl. 13 og seinni rétt 

laugardaginn 27. sept að smölun lokinni.

Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Magnús Hannesson.

Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.

Marklýsingarmenn eru Helgi Bergþórsson og Sigurður Valgeirsson

Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Magnússon.

B)  Leitarsvæði Reynisréttar. Fyrri leit laugardaginn 20. sept og seinni leit 

laugardaginn 27. sept.

Réttir eru að smölun lokinni.

Leitarstjóri er Ólafur Rúnar Ólafsson

Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir

Marklýsingarmenn eru Sigurður Hjálmarsson og Haraldur Benediktsson.

C)  Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Fyrri leit er föstud. 12 og laugard. 13. sept. 

Seinni leit laugard. 27. sept og sunnudag 28. sept.

Fyrri rétt er sunnudag 14. sept kl 10 og seinni rétt sunnudag 28. sept þegar smölun er lokið.

Leitarstjóri Guðmundur Sigurjónsson.

Réttarstjóri Arnheiður Hjörleifsdóttir.

Marklýsingarmenn Guðmundur Friðjónsson og Brynjólfur Ottesen.

Skilamenn í Oddstaðarétt Stefán Ármannson og Jón Ottesen.

Fyrsta leit í landi Efra-Skarðs, Hóls, Hlíðarfótar, Eyrar, Kambshóls, Glammastaða auk 

lands Geitabergs og Dragháls sem eru vestan skógræktargirðingar verður föstud. og 

laugard. 19. og 20. sept. Þeim úrtíning sem þar kemur verður annaðhvort skilað til 

eigenda eða geymdur til seinni Svarthamarsréttar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3.  Mál nr. 1406016 – Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða. 

Erindi frá Umhverfisstofnun, samningsdrög til umfjöllunar.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við samningsdrögin og lýsir ánægju með að 

ríkið taki þátt í kostnaði sveitarfélaganna vegna þessa málaflokks.

 

4  Viðhald rétta: Formanni falið að hafa samband við umsjónarmann 

fasteigna sveitarfélagsins um að kanna ástand rétta og tryggja að 

nauðsynlegu viðhaldi sé sinnt. 

 

5  Önnur mál: Nefndin fer fram á að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í 

sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða að höfðu samráði við 

réttarstjóra.

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 22:10

Efni síðunnar