Fara í efni

Fræðslunefnd

15. fundur 16. janúar 2020 kl. 16:15 - 19:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Bára Tómasdóttir varaformaður
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Berglind Sigurðardóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir embættismaður
  • embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir fristunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Agnieszka Aurelia Korpak og Andrea Ýr Arnardóttir boða forföll.

1.Erindi- Ósk um að færa skipulagsdag í febrúar.

2001017

Ósk um breytingu á skipulagsdegi í febrúar.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða ósk um færslu á skipulagsdegi í Skýjaborg frá föstudeginum 14. febrúar til mánudagsins 17. febrúar n.k.

2.Erindi til Fræðslunefndar- Ósk um leikskólapláss.

2001018

Erindi frá Soffíu Önnu Sveinsdóttur og Guðmundi G. Brynjólfssyni.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn um leikskóladvöl barna Soffíu Önnu Sveinsdóttur og Guðmundar G. Brynjólfssonar til þriggja mánaða í samræmi við 5. gr. Reglna Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. Með þeim fyrirvara að leikskólinn geti tekið á móti börnunum. Fyrir liggur samþykki á kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags.

3.Skólastefna - endurskoðun.

1706003

Endurskoðun og tilnefning fulltrúa.
Fræðslunefnd er falið að tilnefna í stýrihóp um endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar. Fræðslunefnd leggur til að stýrihópurinn verði skipaður af skólastjórnendum, tveimur fulltrúm foreldra leik- og grunnskóla, tveimur starfsmönnum leik- og grunnskóla, tveimur fulltrúum fræðslunefndar og tveimur fulltrúum nemenda. Fræðslunefnd felur skólastjórnendum að finna fulltrúa starfsfólks og nemenda auk þess er foreldrafélaginu falið að finna fulltrúa foreldra. Fulltrúar fræðslunefndar munu boða til fyrsta fundar stýrihópsins í byrjun febrúar.Fulltrúar Fræðsunefndar verða Elín Ósk Gunnarsdóttir og Dagný Hauksdóttir og munu þær boða til fyrsta fundar stýrishópsins í byrjun febrúar.

4.Drög að stefnu í íþrótta- og tómstundamálum.

1505001

Stefnumótun.
Fræðslunefnd hefur áhuga á að fara stefnumótunarvinnu er snýr að Félagsmiðstöðinni 301 og Frístund. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela Fræðslunefnd og Fjölskyldunefnd að móta stefnu í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundarmálum.

5.Viðhorfskönnun foreldra og starfsmanna, Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1602004

Endurskoðun.
Nefndin stefnir að því að leggja viðhorfskönnun fyrir foreldra, starfsfólk og nemendur á næstu vikum, Farið var yfir drög að spurningum fyrir könnunina og frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

6.Skólapúlsinn 2019.

1805031

Niðurstöður 6.-10. bekkjar.
SLG fer yfir niðurstöður Skólapúlsins 2019.

7.Mötuneyti leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

2001022

Hugmynd að tilraunaverkefni um mötuneyti í leik- og grunnskóla.
Í ljósi þess að erfiðlega hefur gengið að ráða í 50% stöðu matráðs við Leikskólann Skýjaborg og vegna þeirrar þróunar sem verið hefur í fækkun barna bæði í leik- og grunnskóla vill fræðslunefnd kanna möguleika á því að leysa málið á annan hátt. Ef ekki tekst að manna leggur fræðslunefnd til að gerð verði tímabundinn tilraun til að elda hádegisverðinn fyrir leikskólann í mötuneyti í Heiðarskóla og hann fluttur í hitakössum á milli starfsstöðva.
Nefndin leggur til að unnin verði að gerð verklags og það kostnaðarametið.

8.Samstarf við UMSB.

1910040

Kynning á samningi.
Um er að ræða samning sem gerður er á milli UMSB og Hvalfjarðarsveitar til að gæta jafnræðis allra íbúa á starfssvæði UMSB til að nýta sér þjónustu sambandsins. Starfssvæði UMSB nær yfir þrjú sveitarfélög; Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp. Samningur lagður fram til kynningar.

9.Áhrif laga nr. 95-2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á launröðun í leik- og grunnskólum frá og með 1. janúar 2020.

2001020

Kynning á nýjum lögum frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

10.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 5

2001003F

  • Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 5 Fundargerðir Nemendaráðs Heiðarskóla voru lagðar fram.

    Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar leggur til að auka fjölbreytni í ávöxtum og grænmeti í Heiðarskóla. Einnig mætti bæta einu vegasalti á skólalóð fyrir yngri kynslóðina.
    Bókun fundar Skólastjóra Heiðarskóla falið að ræða við nemendur um nákvæmari útlistun á ábendingu varðandi aukna fjölbreytni í ávöxtum og grænmeti og koma þeim upplýsingum til matráða. Frístunda- og menningarfulltrúi var falið að koma hugmyndum um vegasalt eða aðrar viðbætur á skólalóð Heiðarskóla í farveg.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Efni síðunnar