Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2011-2013

46. fundur 08. október 2014 kl. 15:30 - 17:30

Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður, Daníel Ottesen aðalmaður, Guðjón Jónasson aðalmaður, Ása Hólmarsdóttir aðalmaður, Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður og Sigurbjörg Ósk Áskellsdóttir embættismaður.

Ása Hólmarsdóttir  ritari, ritaði fundargerð.


Nefndarmál


1    Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2015   -   Mál nr. 1410002

Umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2015 rennur út kl. 16:00 þann 14. október 2014.

Samþykkt að sækja um til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna áframhaldandi uppbyggingar við fossinn Glym í samstarfi við landeigendur.
Formanni og byggingarfulltrúa falið að vinna að umsókn
.


Náttúruverndarmál


2    Náttúrverndarsvæði - Ástandsskýrsla 2014   -   Mál nr. 1410016


6. nóvember 2014 verður haldinn 17. ársfundur Umhverfisstofnunar og
náttúruverndarnefnda sveitarfélaga. Samkvæmt lögum nr. 44/1999 um náttúrvernd skulu nefndir veita Umhverfisstofnun yfirlit yfir störf sín með skýrslu í lok hvers árs.


Ólafur Jóhannesson tekur að sér að gera drög að ársskýrslu fyrir nefndina.

Skipulagsmál


3    Deiliskipulag Bjarkaráss í landi Beitistaða   -   Mál nr. 1407014

Haldinn var kynningarfundur þann 29. sept. sl. með lóðarhöfum Bjarkaráss. Lóðarhafar tveggja lóða mættu á fundinn. Lóðarhafar voru beðnir um að koma með ábendingar við tillögu deiliskipulags áður en sveitarfélagið tæki ákvörðun um frekari afgreiðslu á málinu.


Skipulagsfulltrúi fór yfir ábendingar sem bárust frá ábúendum á lóð nr. 1.
Skipulagsfulltrúa falið að boða ofangreinda lóðarhafa á fund og fara yfir skipulagsmál á svæðinu.


4    Endurskoðun aðalskipulags.   -   Mál nr. 1409020


Nefnarmönnum var falið á 45. fundi USN nefndar að kynna sér gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar.


Nefndarmenn fóru yfir ýmsar hugmyndir og atriði varðandi gildandi aðalskipulag.
Ákveðið að kynna minnisblað sem gert var á fundinum fyrir sveitarstjórn
.


5    Deiliskipulag Melahverfis   -   Mál nr. 1409031


Umfjöllun um lóðir Lækjamel 12 og 14


Nefndin leggur til við sveitarstjórn að lóð við Lækjarmel 14 verði "opið svæði til sérstakra nota" og deiliskipulagi Melahverfis I verði breytt í samræmi við það.


Önnur mál


6    Fjárhagsáætlun 2015-2018 undirbúningur   -   Mál nr. 1405016


Byggingarfulltrúa falið á 44. fundi USN nefndar að senda nefndarmönnum nauðsynleg gögn fyrir fundinn.
Sjá gögn á eftirfarandi slóð: http://hvalfjardarsveit.is/frettir/nr/182305/

Formaður fór yfir nokkra kostnaðarliði í fjárhagsáætlun nefndarinnar og var falið að koma þeim áfram til sveitarstjórnar.


7    Silicor ráðstefna   -   Mál nr. 1410001


Haldin var ráðstefna um Silicor Materials á Grundartanga þann 26. september 2014 í Háskólanum í Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.

 


Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:50 .


Efni síðunnar