Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

14. fundur 13. desember 2006 kl. 13:00 - 15:00

 Sigurgeir Þórðarson, Bjarni Rúnar Jónsson, Magnús Ingi Hannesson, Jón Haukur Hauksson og Björgvin Helgason auk skipulags- og byggingarfulltrúi Skúli Lýðsson

Skipulagsmál
1.
Kross, Breyting á deiliskipulagi og skipulagsskilmálum
(00.0161.00)
Mál nr. BH060076
500602-3170 Stafna á milli ehf, Kirkjubraut 56, 300 Akranes
Breyting á deiliskipulagi og skilmálum í landi Kross 1. áfanga.
Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Ein athugasemd barst undirrituð af 32 aðilum.
Nefndin tekur undir þær athugasemdir sem fram hafa komið varðandi hæð bygginga við Fögruvelli 1 og leggst gegn því að húsið verði hærra en 7,6 m frá kóta jarðhæðar (aðkomu), eins og upphaflegir deiliskipulagsskilmálar gerðu ráð fyrir. Nefndin getur ekki fallist á athugasemdir bréfritara varðandi hækkun á nýtingarhlutfalli ytri byggingarreita úr 1/3 (33%) í 1/2 (50%) enda verður ekki séð að það hafi í för með sér verulega breytingu fyrir nágranna. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt með þessum athugasemdum.
Önnur mál
2.
Gatnamót Hringvegar og nokkurra vega., Umferðarmál
Mál nr. BH060050
630606-1950 Hvalfjarðarsveit, Innrameli 3, 301 Akranes
Tillaga að úrbótum í umferðarmálum.
Tillaga V.S.O að úrbótum á gatnamótum í Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram. Frestað til frekari vinnslu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00
1

Efni síðunnar