Fara í efni

Fjölskyldunefnd 2009-2015

50. fundur 18. maí 2015 kl. 16:30 - 18:30

Ása Helgadóttir formaður, Jónella Sigurjónsdóttir ritari, Margrét Magnúsdóttir 

aðalmaður, Pétur Svanbergsson aðalmaður, Halldóra Halla Jónsdóttir 1. varamaður og 

Arndís Halla Jóhannesdóttir.

 

Arndís Halla Jóhannesdóttir  félagsmálastjóri, ritaði fundargerð.

1.   1504010 - Framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Borgarfj. og 

Dala, og erindisbréf Barnaverndarnefndar.

 

Til kynningar.

 

Framkvæmdaáætlun Barnaverndarnefndar Borgarfjarðar og Dala lagðar 

fram til kynningar.

 

2.   1502025 - Reglur um akstursþjónustu.

 

Farið yfir reglur um akstursþjónustu. Þær lagðar fram og samþykktar.

 

3.   1405006 - Reglur um félagslega heimaþjónustu

 

Farið yfir reglur um félagslega heimaþjónustu. Þær lagðar fram og 

samþykktar.

 

4.   1502024 - Reglur um liðveislu.

 

Farið yfir reglur um liðveislu. Þær lagðar fram og samþykktar.

 

5.   1504022 - Málefni dvalarheimilisins Höfða.

 

Margrét Magnúsdóttir í stjórn Höfða sagði frá rekstri Höfða.

 

6.   1505001 - Drög að stefnu í íþrótta- og tómstundamálum.

 

Farið yfir helstu atriði stefnumótunar í íþrótta- og tómstundamálum. 

Formanni nefndar og starfsmanni falið að koma til skila spurningum og 

ábendingum nefndarinnar.

 

7.   1502023 - Reglur um fjárhagsaðstoð.

 

Farið yfir reglur um fjárhagsaðstoð. Formanni nefndar og félagsmálastjóra 

falið að vinna reglurnar áfram. Félagsmálastjóri lagði fram drög að 

flæðiritum til nánari skýringa á fjárhagsaðstoð og fjölskyldunefnd lýsir yf ir 

ánægju sinni með gott framtak og frumkvæði félagsmálastjóra.

 

8.   1503024 - Opið hús eldri borgara.

 

Ása Helgadóttir og Margrét Magnúsdóttir viku af fundi. Nefndin óskar eftir 

aukafjármagni til áramóta til að halda úti opnu húsi fyrir eldri borgara.

 

 

Fleira gerðist ekki. Fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30 .

Efni síðunnar