Fara í efni
Hafnarfjall
3 ESE 11 m/s
Akrafjall
2 ENE 5 m/s
Þyrill
1 E 12 m/s

Ljósleiðari - gjaldskrá og reglur

1. gr. Hvalfjarðarsveit á og rekur ljósleiðarakerfi innan staðarmarka sveitarfélagsins. Hvalfjarðarsveit er samkvæmt gjaldskrá þessari heimilt að selja aðgang að ljósleiðaranum.

 2. gr. Eigendur íbúðarhúsnæðis í Hvalfjarðarsveit geta óskað eftir því að tengjast ljósleiðarakerfinu.
Beiðni um síkt skal berast Hvalfjarðarsveit á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Íbúðarhúsaeigendum í Hvalfjarðarsveit, sem óska eftir ljósleiðaratengingu, skal veittur allt að 200.000 kr. styrkur vegna kostnaðar við lögn og inntöku ljósleiðara í nýtt íbúðarhúsnæði.
Sama á við um íbúðarhús þar sem ekki hefur áður verið til staðar ljósleiðaratenging.
Eigendur sumarhúsa og lögaðilar (fyrirtæki, rekstraraðilar) í Hvalfjarðarsveit geta óskað eftir því að tengjast ljósleiðarakerfinu. Beiðni um síkt skal berast Hvalfjarðarsveit á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Þeir aðilar greiða að fullu allan útlagðan kostnað við að tengjast ljósleiðarakerfinu þ.m.t. kostnað við jarðvinnu, efni og tengingar. Heimtaug skal lögð skv. fyrirmælum sveitarfélagsins að sumarhúsi/starfsstöð frá tengipunkti við stofnæð. Ljósleiðaraheimtaugin verður lögð inn fyrir húsvegg hjá umsækjanda.
Í öllum tilfellum skulu lagnir utanhúss og inn fyrir húsvegg vera í eigu sveitarfélagsins, en lagnir innanhúss á ábyrgð húseiganda. Gert er ráð fyrir fullu samráði við landeigendur um staðsetningu lagna og hentugustu lagnaleiðir.
Gjald miðast við áskrift og er innheimt mánaðarlega.
Mánaðargjald pr. notanda er kr. 2.375- án vsk.
Fjarskiptafélögum er einnig veittur aðgangur að ljósleiðarakerfi að undangengnum samningum um m.a. gjaldtöku og þjónusu sbr. 5. gr.
 
3. gr. Einungis starfsmenn eða þjónustuaðilar á vegum Hvalfjarðarsveitar mega annast útsetningu á ljósleiðarastreng, lagningu, tengingar eða breytingar á ljósleiðarakerfinu.
Hvalfjarðarsveit tengir viðkomandi notanda við ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins að hans beiðni enda hafi viðkomandi uppfyllt eða samþykkt skilyrði þess að tengjast ljósleiðaranum.
Sama á við um samninga, aðgang og tengingar fjarskiptafélaga sem þjónusta notendur með tengingum á sínum vegum.
 
4. gr. Allar skemmdir sem kunna að vera gerðar á ljósleiðaranum eða búnaði honum tengdum skulu að fullu greiddar af þeim er tjóninu veldur. 
 
5. gr. Gjöld fjarskiptafélaga fyrir afnot af ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar eru sem hér segir:
  • a) Leiga á aðstöðu í tækjaskápum Hvalfjarðarsveitar kr. 22.800,- pr. mán.
  • b) Flutningur þjónustu á aðrar heimtaugar kr. 3.166,-
  • c) Stofngjald ljósleiðara tengingar kr. 3.166,-
Öll gjöld eru án virðisauka, þar sem þjónustan er undanþegin virðisaukaskatti.
 
6. gr. Gjaldskrá þessi tekur breytingum samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
 
7. gr. Hvalfjarðarsveit hefur rétt til að loka fyrir aðgang að ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins gagnvart þeim notendum sem vanrækja að greiða áskriftargjöld. Fyrirætlun um lokun ber að tilkynna með fimm daga fyrirvara. Allan kostnað af lokun og opnun greiðir sá sem vanskilum veldur hverju sinni.
 
8. gr. Eftirlitsmanni Hvalfjarðarsveitar skal, hvenær sem er, frjáls aðgangur að öllum búnaði eða kerfum sem tengd eru við ljósleiðara sveitarfélagsins Er húseiganda skylt að hlíta tafarlaust fyrirmælum eftilitsmanns um viðgerð á bilunum og sérhverjum ráðstöfunum til varnar eða gegn misnotkun á notkun ljósleiðarans.
 
Gjaldskrá þessi var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 14. nóvember 2017 og tekur þegar gildi.