Fara í efni

Br. á deiliskipulagi á iðnaðar- og hafnarsvæðis á Grundartanga vestursvæði.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. október að auglýsa breytingu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu á iðnaðar- og hafnarsvæðis á  Grundartanga samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 Sú breyting á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæði sem hér um ræðir tekur til útvíkkunar á losunarsvæði  á núverandi flæðigryfju á vestursvæði, suðaustan (neðan) Grundartangavegar og einnig leiðréttingar á lóðarstærðum.

Grundartangi-deiliskipulag
Grundartangi-yfirlitsmynd
Grundartangi-greinargerð

Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.

Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 6.nóvember á milli 10:00 – 12:00.

 Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Grundartangi”. fyrir 18. desember 2020.

 Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar