Fara í efni

Þjónusta við börn og fjölskyldur

Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar veitir ýmis konar stuðning til fjölskyldna og einstaklinga í Hvalfjarðarsveit sem þurfa á stuðningi við uppeldi og aðbúnað barna að halda.

 Með stuðningi er átt við þjónustu á borð við liðveislu, tilsjónarmenn og persónulega ráðgjafa sem og stuðningsfjölskyldur. Jafnframt er átt við félagslegan stuðning sem felur í sér hjálp við að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni og aðstoða við að njóta menningar og félagslífs.

Barnaverndarnefnd  hefur það hlutverk að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með börnum er átt við einstakling undir 18 ára aldri.

Þjónustan er í samræmi við barnaverndarlög nr. 80/2002 og önnur lög, eftir því sem við á hverju sinni