Fara í efni

Byggingarmál

Í Hvalfjarðarsveit er starfandi skipulags- og byggingarfulltrúi sem er yfirmaður byggingarmála í Hvalfjarðarsveit.
Hlutverk hans er að veita íbúum, sveitarstjórnarfulltrúum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um byggingarmál.

Skipulags- og byggingarfulltrúi móttekur umsóknir vegna byggingar-, stöðu- og framkvæmdaleyfa ásamt móttöku og skráningu séruppdrátta.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fer einnig með framkvæmd áfangaúttekta, fokheldisúttekta, stöðuúttekta, öryggisúttekta og lokaúttekta auk skráninga í Þjóðskrá Íslands og staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga.
Umsóknarferli fer fram rafrænt í gegnum Íbúagátt, eyðublöð má finna hér:

Umhverfis-,  skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd er sveitarstjórn til ráðgjafar í þessum málaflokki.