Fara í efni

Umsjónarmaður eigna í Hvalfjarðarsveit

Starf umsjónarmanns eigna hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar, starfshlutfall 100%. Umsjónarmaður eigna hefur
umsjón með öllum eignum sveitarfélagsins, fasteignum, áhöldum, tækjum, lóðum og lendum.
Húsumsjón í Stjórnsýsluhúsi, verkmenntahúsi, grunn- og leikskóla ofl.
Fasteignir Hvalfjarðarsveitar samanstanda af grunnskóla, leikskóla, stjórnsýsluhúsi, verkmenntahúsi, íþróttahúsi, tveimur sundlaugum, þremur félagsheimilum, kaldavatns- og hitaveitu ofl.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

  •  Almenn umsjón eigna, eftirlit, viðhald og endurbætur.
  •  Meta viðhaldsþörf, í samstarfi við forstöðumenn stofnana og yfirmenn.
  •  Tekur þátt í undirbúningi, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana.
  •  Leitar tilboða, semur við verktaka um stærri verk og hefur eftirlit með framkvæmd verkefna og verklegra
  •  framkvæmda.
  •  Vöktun aðgangs-, bruna- og öryggiskerfa stofnana.
  •  Annað tilfallandi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  •  Menntun sem fellur að verkefnum og ábyrgðarsviði umsjónarmanns eigna. Sveinspróf í löggiltri iðngrein eða önnur menntun á   sviði bygginga sem nýtist í starfi.
  •  Reynsla af verkumsjón og rekstri er æskileg.
  •  Reynsla af verklegum framkvæmdum er nauðsynleg.
  •  Reynsla af áætlanagerð, s.s. kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð er æskileg.
  •  Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg.
  •  Tölvu- og snjallsímakunnátta er nauðsynleg.
  •  Ökuréttindi eru nauðsynleg.
  •  Góð samskipta- og skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð.
  •  Greiningarhæfni og færni í notkun upplýsingatækni.
  •  Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 15.júlí 2019. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi.
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðný Elíasdóttir, byggingarfulltrúi í síma 896-5141 og á netfanginu bygging@hvalfjardarsveit.is

Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 650 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta
fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar eru næg
og fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum.
Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á
www.hvalfjardarsveit.is