Fara í efni

Laust starf slökkviliðsstjóra

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar 100% framtíðarstöðu slökkviliðstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og er faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála fyrir bæði sveitarfélögin. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins
  • Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliðsins
  • Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun aðgerða
  • Stefnumótun og áætlanagerð
  • Samskipti við hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi skal hafa löggildingu sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. nr. 75/2000  og starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum
  • Umsækjandi þarf að hafa stjórnunarreynslu og þekkingu á rekstri
  • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg
  • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi
  • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogafærni
  • Vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að  tjá sig í ræðu og riti

Sótt er um í gegnum heimasíðu Hagvangs, sjá hér. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Starfið hentar öllum kynjum. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs,  sigurdur.pall.hardarson@akranes.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is. 

Umsóknarfrestur til og með 9. desember 2019.