Fara í efni

Tónleikaröð Hallgrímskirkju í Saurbæ

Sunnudagur 14. júlí kl. 16:00
Skuggamyndir frá Býsans

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leikur þjóðlög frá Grikklandi, Búlgaríu, Makedóníu og Tyrklandi, tónlist sem er fjörug, tilfinningarík og mjög krefjandi fyrir þá sem hana flytja. Skuggamyndir hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda fyrir leik sinn á þessari tónlist.
Hljómsveitin heldur upp á 10 ára afmæli sitt á næsta ári en Skuggamyndir hafa gefið út tvo geisladiska og einn DVD tónleikadisk frá tónleikum sveitarinnar í Eldborg.
Sveitinni hefur verið boðið að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður Makedóníu í sumar og eru þessir tónleikar undirbúningur fyrir för sveitarinnar til Skopje og Bitola.

Hljómsveitina skipa:
Haukur Gröndal – klarinett, Ásgeir Ásgeirsson - ýmis strengjahljóðfæri, Þorgrímur Jónsson - bassi og Erik Qvick - slagverk.

Inngangseyrir er 1.500 kr. en ekki mögulegt að taka við kortum.
Allir hjartanlega velkomnir.

Allur ágóði rennur í sjóð til styrktar staðnum. Þeir sem ekki sjá sér möguleika að mæta á tónleikana en vilja styrkja málefnið geta lagt inn á söfnunarreikning: 0552-14-100901 kt 590169-2269.

 Tilboð
Hótel Glymur er  með tilboð á réttum eftir tónleika og 20% afslátt af matseðli.
Bjarteyjarsandur er með tónleikatilboð á vöfflum á tónleikadögum. Vaffla með rjóma, heitt súkkulaði, kaffi og/eða swiss mokka á 1.000 kr.. Opið frá hádegi.