Fara í efni

Tónleikar með Tindatríó í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar stendur fyrir tónleikum með Tindatríói í Hallgrímskirkju, fimmtudaginn 5. mars  2020 kl. 20:00.

Tindatríó er skipað feðgunum Atla Guðlaugssyni, skólastjóra Listaskóla Mosfellsbæjar og bræðrunum Bjarna og Guðlaugi Atlasyni. Atli er söngvari og trompetleikari en bræðurnir hafa báðir lokið framhaldsprófi í söng. Friðrik Vignir Stefánsson leikur með á píanó, orgel og harmonikku.

Miðar eru seldir við innganginn en aðgangseyrir er kr. 2.000 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn posi er á staðnum og því ekki hægt að taka við kortagreiðslum.
Allir velkomnir.