Fara í efni

Tónleikar - Hallgrímskirkja í Saurbæ

Sunnudaginn 25. júlí  kl. 16.00 mun Andrew J. Yang spila píanóverk eftir Johannes Brahms og Franz Liszt. Hann hefur leikið bæði á einleikstónleikum og með hljómsveitum í Evrópu, Asíu og Ameríku og hlotið einróma lof fyrir. Hann hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarkeppnum og unnið til margra verðlauna. Samhliða því að kenna á píanó á Patreksfirði er hann á fullum skólastyrk að klára doktorsgráðu í píanóleik við USC Thornton School of Music í Los Angeles. Hann tekur þátt í Brahms keppni í Þýskalandi í haust.  Aðgangseyrir er 2.500 kr.

Að loknum hverjum tónleikum bjóða veitingastaðir í nágrenninu, Hótel Glymur, Hótel Laxárbakki, Bjarteyjarsandur og Hernámssetrið upp á ýmis tilboð á mat o.fl. fyrir tónleikagesti.
Nánari upplýsingar: 
https://www.facebook.com/saurbaer