Fara í efni

Tónleikar - Hallgrímskirkja í Saurbæ

Sunnudaginn 1. ágúst  kl. 16.00 mun Tónlistarhópurinn Umbra halda tónleika. Uppistaða tónleikanna verða íslensk þjóðlög og sagnadansar í bland við evrópska tónlist frá miðöldum. Hinn sameiginlegi þráður er konur; þeirra kveðskapur en einnig kvæði sem ort hafa verið til kvenna. Umbra hefur verið starfandi frá árinu 2014 og hefur leikið forna tónlist og þjóðlög í eigin útsetningum og spuna en einnig hefur hópurinn flutt samtímatónlist eftir ung íslensk tónskáld. Hópurinn hefur haldið fjölda tónleika hérlendis. Umbra hefur gefið út nokkrar plötur sem hafa hlotið verðlaun og tilnefningar. Hljómsveitin samanstendur af tónlistarkonunum Alexöndru Kjeld, kontrabassi og söngur, Arngerði Maríu Árnadóttur, keltnesk harpa, orgel og söngur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur, barokkfiðla, langspil og söngur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur, söngur, slagverk og flautur.  Aðgangseyrir er 2.500 kr.

Að loknum hverjum tónleikum bjóða veitingastaðir í nágrenninu, Hótel Glymur, Hótel Laxárbakki, Bjarteyjarsandur og Hernámssetrið upp á ýmis tilboð á mat o.fl. fyrir tónleikagesti.
Nánari upplýsingar: 
https://www.facebook.com/saurbaer