Fara í efni

Tónleikar - Hallgrímskirkja í Saurbæ

Sunnudaginn 15. ágúst  kl. 16.00 mun hljómsveitin Aulos Flute Ensemble  flytja  Perlur Japans og Íslands. Meðlimir Aulos eru Pamela De Sensi, Petrea Óskarsdóttir og Karen Karólínudóttir.  Með stofnun AFE settu þær sér það markmið meðal annars að stuðla að nýsköpun í tónlist fyrir djúpar flautur, þ.e. altflautu, bassaflautu og kontrabassaflautu, en auk þess að kafa alhliða ofan í flautubókmenntirnar. Hópurinn hefur nú þegar frumflutt þó nokkur ný verk eftir íslensk og erlend tónskáld sem hafa skrifað sérstaklega fyrir Aulos og tileinkað þeim verkin. Aðgangseyrir er 2.500 kr.

Að loknum hverjum tónleikum bjóða veitingastaðir í nágrenninu, Hótel Glymur, Hótel Laxárbakki, Bjarteyjarsandur og Hernámssetrið upp á ýmis tilboð á mat o.fl. fyrir tónleikagesti.
Nánari upplýsingar: 
https://www.facebook.com/saurbaer