Fara í efni

Tónleikar - Hallgrímskirkja í Saurbæ

 Sunnudaginn 8. ágúst  kl. 16.00 mun Eyrnakonfekt flytja söngverk eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Eyrnakonfekt er samstarfsverkefni fjögurra söngvara og píanista. Flytjendur eru: Björk Níelsdóttir, sópran; Erla Dóra Vogler, mezzó-sópran; Eyjólfur Eyjólfsson, tenór; Hafsteinn Þórólfsson, baritón og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari. Þórunn Guðmundsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir leikritun og óperuskrif á undanförnum árum. Meðal verka hennar eru leikritin „Epli og eikur“ og „Systur“ og söngleikirnir „Kolrassa“, „Stund milli stríða“ og „Gestagangur“.  Aðgangseyrir er 2.500 kr.

Að loknum hverjum tónleikum bjóða veitingastaðir í nágrenninu, Hótel Glymur, Hótel Laxárbakki, Bjarteyjarsandur og Hernámssetrið upp á ýmis tilboð á mat o.fl. fyrir tónleikagesti.

Nánari upplýsingar: 
https://www.facebook.com/saurbaer