Fara í efni
Hafnarfjall
10 NNW 2 m/s
Akrafjall
10 SE 2 m/s
Þyrill
11 WSW 2 m/s

Hrútasýning í Hvalfjarðarsveit

Hin árlega hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðarsveitar verður haldin að Eystri-Leirárgörðum föstudaginn 18. október nk. kl. 18:00. Í boði er stigun á lömbum fyrir sýninguna - mæting kl. 17:00 með þau.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu hvítu kollóttu hrútana, bestu mislitu hrútana og bestu hvítu hyrndu hrútana.

Öllum sem mæta gefst kostur á að velja fallegustu gimbrina sem síðan verður dregin út í happdrætti í lok sýningarinnar. Ágóði af happdrættinu rennur til Búnaðarfélagsins. Verð á happdrættismiða er 1.000 kr. ath. enginn posi.

Einnig verður boðið upp á að velja sérstakasta litinn eða litasamsetningu bæði hrúta og gimbra.

Boðið verður upp á kjötsúpu sem er í umsjón Kvenfélagsins Liljunnar.

Allir eru hvattir til að mæta og njóta viðburðarins.